Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið síðan á föstudag þar sem fjölmargir vinnustaðir hafa verið heimsóttir. Heimsóknirnar eru hluti af vinnu þingmanna í kjördæmaviku á Alþingi en einnig lokahnykkurinn á hringferð þingflokksins sem hófst í febrúar þar sem farið var í alla landshluta í nokkrum áföngum.
Með þingflokknum hafa ferðast starfsmenn flokksins og bæjar- og borgarfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag og í dag mánudag fór allur þingflokkurinn óháð kjördæmum í heimsóknir en næstu daga munu þingmenn leggja áherslu á sín kjördæmi.
Frábær stemning hefur ríkt í þessum heimsóknum sem hafa verið til stórra sem smærri vinnustaða, þar má m.a. nefna Landsvirkjun, Sjoppuna, Heilsugæsluna Kirkjusandi, Fiskkaup, Brim, Eimverk, Controlant, Rauða krossinn, Ægi, Orf líftækni, KR, Íþróttafélagið Fylki, Tónhyl, Kvikmyndaskóla Íslands, Múlabæ, Prentmet-Odda og Össur svo einhver séu nefnd. Þá fóru nokkrir þingmenn á föstudagskvöld á tónlistarhátíðina Rökkvuna.
Hér að neðan má sjá myndir úr heimsóknum föstudagsins.
+