Í upphafi kjördæmaviku nú um helgina komu þingmenn, ráðherrar og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins saman í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hringdu í einhver hundruð íbúa á höfuðborgarsvæðinu þar sem púlsinn var tekinn og rætt um þau mál sem brenna á fólki.
Hér er um að ræða hluta af hringferð þingflokksins sem farin hefur verið mörg undanfarin ár, hófst í febrúar en endar nú í vikunni á höfuðborgarsvæðinu. Hringingar sem sem þessar eru afar góð leið til að ræða beint og milliliðalaust við sem flesta til að heyra hljóðið og veita aðgang að kjörnum fulltrúum ef eitthvað brennur á fólki. Þá veitir þetta kjörnum jafnframt fulltrúum einstakt tækifæri til samtals um þau mál sem efst eru á baugi í lands- og sveitarstjórnarmálunum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar sl. sunnudag í Valhöll.