„Báknið“ lifir í skjóli stjórnlyndis

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Er það merki um „Báknið“ að tveir sjálf­stæðir fram­halds­skól­ar, sem byggja á mis­mun­andi hug­mynda­fræði, séu starf­rækt­ir á Ak­ur­eyri? Því miður svara ein­hverj­ir þess­ari spurn­ingu ját­andi. Er það bákn að reynt sé að tryggja fjöl­breyti­leika og val­frelsi ungs fólks í námi? Inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru þing­menn sem eru sann­færðir um að svo sé (sem ætti lík­lega ekki að koma mér á óvart). Að tryggja sam­keppni í mennta­kerf­inu er eit­ur í bein­um of margra, enda hafna þeir því að sam­keppni leysi úr læðingi það besta í þjón­ustu og veiti um leið aðhald.

Í liðinni viku birti ég grein um fyr­ir­hugaða sam­ein­ingu Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri og Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri. Sam­ein­ing­in virðist sem bet­ur fer hafa verið lögð á hill­una, enda illa und­ir­bú­in og flest­ar grunn­regl­ur um sam­ein­ing­ar voru hafðar að vett­ugi. Hug­mynd­in bygg­ist á mis­skiln­ingi um eðli mennt­un­ar, þar sem litið er fram­hjá mik­il­vægi þess að ungt fólk eigi eitt­hvert raun­veru­legt val um nám. Ég hélt því fram að það væri ekki hlut­verk yf­ir­valda mennta­mála að draga úr fjöl­breyti­leika og reyna að steypa nem­end­ur í sama rík­is­mótið. „Þvert á móti er það ein grunn­skylda stjórn­valda að stuðla að sem mest­um fjöl­breyti­leika þannig að ungt fólk geti bet­ur fundið nám við hæfi – þar sem áhugi og hæfi­leik­ar þeirra fá að blómstra.“

Grein­ar­skrif­in ollu nokk­urri geðshrær­ingu hjá þeim sem hafa verið sann­færðir um ágæti sam­ein­ing­ar og varið hana á stund­um með gíf­ur­yrðum, þrátt fyr­ir að ekki sé búið að „greina tæki­færi, kosti og galla þess að sam­eina skól­ana,“ eins og viður­kennt var í frétt mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins. Í engu var fylgt leiðbein­inga­riti fjár­málaráðuneyt­is­ins. Brýn­ing rík­is­end­ur­skoðanda um „gera frum­at­hug­un/​fýsi­leika­könn­un og skil­greina mark­mið með sam­ein­ingu“ og efna til „víðtæks sam­ráðs og gera ít­ar­lega samruna­áætl­un“ var höfð að engu. Hægt er að gefa slík­um vinnu­brögðum ein­kunn sem fag­lærðir iðnaðar­menn nota gjarna þegar þeir verða vitni að vondu hand­bragði.

Birt­ing­ar­mynd Bákns­ins

Satt best að segja skil ég ekki hvernig hægt er að kom­ast að þeirri niður­stöðu að tveir sjálf­stæðir fram­halds­skól­ar séu tákn­mynd Bákns­ins. Þeir sem telja sér trú um slíkt hljóta að vera með bögg­um hild­ar þegar þeir frétta af því að ný heilsu­gæslu­stöð hafi tekið starfa á Suður­nesj­um fyr­ir nokkr­um dög­um (og það einka­rek­in!). Á fyrstu tveim­ur vik­un­um skráðu sig hátt í tvö þúsund íbú­ar Suður­nesja á heilsu­gæsl­una.

Báknið snýst ekki um fjölda fram­halds­skóla eða heilsu­gæslu­stöðva. Auk­inn fjöldi lækna og hjúkr­un­ar­fræðinga er ekki merki um að Báknið sé að þenj­ast út. Birt­ing­ar­mynd Bákns­ins er þegar ein­stak­ling­ar þurfa að ganga á milli Heródes­ar og Pílatus­ar til að fá leyfi til að opna veit­ingastað eða bif­reiðaverk­stæði. Báknið er runnið und­an rifj­um stjórn­mála­manna sem telja það nauðsyn­legt að þvinga ein­stak­linga til að skrá­setja leigu­samn­inga um íbúðar­hús­næði í op­in­ber­an gagna­grunn. Báknið birt­ist fram­taks­mann­in­um í formi íþyngj­andi reglna og eft­ir­lits, þar sem gjald­mæl­ir­inn er stöðugt í gangi af minnsta til­efni. Báknið hirðir ekki um að svara ein­föld­um er­ind­um fyrr en eft­ir dúk og disk, eft­ir eig­in henti­semi.

Báknið kem­ur í veg fyr­ir að kraft­ar einkafram­taks­ins séu nýtt­ir til að tryggja að fólk fá úr­lausn sinna mála, s.s. með liðskiptaaðgerðum. Báknið refs­ar ein­stak­ling­um fyr­ir yf­ir­sjón­ir en forðast að bera ábyrgð á eig­in gjörðum. Báknið birt­ist í ein­dregn­um vilja heil­brigðis­yf­ir­valda til að geta farið sínu fram í sótt­vörn­um og skert frelsi fólks, án þess að lög­gjaf­inn eða al­menn­ing­ur hafi nokkuð um það að segja. Allt í nafni al­manna­heilla. Báknið stend­ur dygg­an vörð um rík­is­rekst­ur í fjöl­miðlun og vill frem­ur stinga sjálf­stæðum miðlum í súr­efn­is­vél­ar rík­is­ins en að tryggja heil­brigða sam­keppni. Báknið er birt­ing­ar­mynd stjórn­lynd­is og rík­is­rekstr­ar­hyggju. Mann­leg hegðun skal römmuð inn. Með lög­um og regl­um á að koma bönd­um á ein­stak­linga.

Kerfi til­skip­ana

Báknið veg­ur og met­ur ráðherra og þing­menn eft­ir því hversu miklu þeir af­kasta. Því fleiri lög sem samþykkt eru, því betra. Dug­mik­ill ráðherra er alltaf með hug­ann við nýja reglu­gerð. Þegar ljóst er í upp­hafi þing­vetr­ar að á þriðja hundrað mála séu á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar kæt­ist Báknið. Inni­hald, skýr­leiki og ein­fald­leiki í lög­um og regl­um ræður ekki för held­ur fjöldi laga sem flækja líf ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

Báknið er kerfi til­skip­ana, þar sem sam­keppni er af hinu vonda. Báknið skip­ar fyr­ir um sam­ein­ingu öfl­ugra sjálf­stæðra skóla, án sam­ráðs og und­ir­bún­ings en klæðir í fag­ur­gala hagræðing­ar. Þegar búið er að steypa alla fram­halds­skóla í sama mótið and­ar Báknið létt­ar. Mark­miðið virðist vera að inn­leiða fram­halds­skóla­kerfi til­skip­ana, þar sem sjálf­stæði skóla­stjórn­enda og kenn­ara er virt að vett­ugi. Til­skip­an­ir búa ekki til jarðveg fyr­ir nýja hugs­un og ný­sköp­un. Kenn­ar­ar fá ekki að njóta eig­in frum­kvæðis og hæfi­leika. Kost­ir nem­enda til náms verða fá­breyti­leg­ir.

Und­ir hatti hagræðing­ar (og eng­inn veit hvort eða hversu mik­il hún verður) vinn­ur Báknið gegn fjöl­breyti­leika og val­frelsi. Skipu­lag mennta­kerf­is­ins líkt og heil­brigðis­kerf­is­ins skal vera á for­send­um kerf­is­ins, ekki þeirra sem nýta þjón­ust­una. Þess vegna má ekki greina á milli þess hver greiðir fyr­ir þjón­ust­una (við öll sam­eig­in­lega) og hver veit­ir þjón­ust­una. Með fá­breyti­leika er komið í veg fyr­ir gagn­sæi og virkt kostnaðaraðhald.

Báknið lif­ir því miður ágætu lífi í skjóli stjórn­mála­manna sem vilja tak­marka val­mögu­leika nem­enda og skilja ekki að skort­ur á sam­keppni í þjón­ustu, sem greidd er úr sam­eig­in­leg­um sjóðum okk­ar allra, er al­var­leg mein­semd. Stjórn­lyndi á sér djúp­ar ræt­ur. „Báknið burt“ er rót­gróið slag­orð okk­ar sjálf­stæðismanna. Við höf­um verið minnt­ir al­var­lega á það, síðustu daga, hversu dýr­keypt það get­ur verið fyr­ir sam­fé­lagið ef við slök­um á í bar­átt­unni við að koma bönd­um á Báknið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. september 2023.