Fjölmenni mætti í móttöku á vegum sveitarstjórnarráðs, þingflokks og skrifstofu Sjálfstæðisflokksins sem haldin var í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 21. september 2023.
Frábær stemning ríkti í hópnum eins og ávallt þegar sjálfstæðisfólk gerir sér glaðan dag en um var að ræða sveitarstjórnarfólk frá öllu landinu ásamt þingmönnum flokksins.
Bjarni Benediktsson formaður flokksins ávarpaði hópinn ásamt Ragnari Sigurðssyni formanni sveitarstjórnarráðs.
Í sveitarstjórnarráði sitja allir kjörnir aðal- og varamenn Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins ásamt flokksbundnum bæjar- og sveitarstjórum.