Afkoma ríkissjóðs ekki betri síðan 2018
'}}

46 milljarða króna halli verður á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Það samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu og hefur afkoman ekki verið betri síðan 2018.

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi segir jafn­framt, að stjórn­völd séu nú í raun­hæfri stöðu að ná fram já­kvæðum heild­ar­jöfnuði rík­is­ins áður en langt um líði.

„Þá er áætlað að frum­jöfnuður rík­is­sjóðs, þ.e. af­koma án vaxta­gjalda og -tekna, verði já­kvæður um rúm­lega 28 ma.kr., eða 0,6% af VLF á næsta ári. Áætlað er að skuld­ir rík­is­sjóðs á mæli­kv­arða skuld­a­reglu1 laga um op­in­ber fjár­mál verði í lok næsta árs um 1.400 ma.kr. eða 30,9% af VLF og lækk­ar hlut­fallið milli ára,“ seg­ir enn frem­ur.

„Gangi þess­ar áætlan­ir eft­ir mun hafa tek­ist að festa í sessi þann mikla bata sem orðið hef­ur á af­komu- og skulda­horf­um rík­is­sjóðs á und­an­förn­um miss­er­um. Mik­ill viðsnún­ing­ur hef­ur orðið á rekstri rík­is­sjóðs eft­ir þann gríðar­mikla halla sem ein­kenndi rekst­ur­inn í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins árin 2020–2021. Þannig var halli á frum­jöfnuði ríf­lega 190 ma.kr. hvort ár eða sem nem­ur 6–7% af VLF. Um­fang bat­ans hef­ur ný­lega verið staðfest með rík­is­reikn­ingi fyr­ir árið 2022 og reynd­ist frum­jöfnuður rík­is­sjóðs hafa verið orðinn lít­il­lega já­kvæður það árið,“ að því er fram kem­ur í frum­varp­inu.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár var kynnt í dag og verður mælt fyrir því á Alþingi á fimmtudag.