Villumst ekki inn í skóg ófjármagnaðra hugmynda
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Á Vís­inda­vefn­um seg­ir að ekki sé hægt að gefa skýrt svar við spurn­ing­unni hvenær tré verða að skógi. Ástæðan fyr­ir því er sú að mörk­in á milli skóg­ar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæm­is stærð og um­fangi trjánna.

Ný­lega lét ég þess getið í viðtali að upp­haf­leg­ar fjár­hags­leg­ar for­send­ur fyr­ir sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins væru ekki leng­ur til staðar. Þessu hafnaði borg­ar­stjóri í viðtali við Rík­is­út­varpið og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu sagði okk­ur kom­in út í miðja á, verk­efn­in væru kom­in af stað. „Fjár­hags­leg­ar áskor­an­ir“ væru til staðar en aðrar for­send­ur hinar sömu. Vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar vildi meina að orð mín hefðu mest með fylgisk­ann­an­ir að gera.

Af þessu til­efni þykir mér rétt að gera nán­ar grein fyr­ir því í hvaða fjár­hags­legu for­send­ur ég var að vísa og hvernig þær hafa breyst frá ár­inu 2019.

Í gróf­um drátt­um fjall­ar sátt­mál­inn um upp­bygg­ingu stofn­vega og borg­ar­línu auk hjóla- og göngu­stíga. Hann á ræt­ur í sam­vinnu sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins, Sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og Vega­gerðar­inn­ar frá 2018.

Í sam­starfi rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur verið unnið að því und­an­farna mánuði að fá betri yf­ir­sýn yfir stöðu verk­efna í sátt­mál­an­um, þ.m.t. að end­ur­meta kostnaðaráætlan­ir.

Ein­föld mynd í upp­hafi

Um fjár­mögn­un sátt­mál­ans var í upp­hafi dreg­in upp til­tölu­lega ein­föld mynd og Betri sam­göng­um ohf. komið á fót, bæði sem sam­starfs­vett­vangi og fram­kvæmdaaðila í sam­starfi við Vega­gerðina. Áætlaður heild­ar­kostnaður við verk­efnið var tæp­ir 120 millj­arðar við und­ir­rit­un. Verk­efnið var talið full­fjár­magnað.

Sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu skuld­bundu sig til að leggja fram 15 millj­arða til árs­ins 2033, eða rétt um einn millj­arð á ári. Á móti ætlaði ríkið að tryggja 30 millj­arða með tveim­ur millj­örðum á hverju ári af fjár­lög­um. Ríkið hugðist einnig leggja Keldna­landið til verk­efn­is­ins með áætlað verðmat upp á 15 millj­arða.

Þá stóðu eft­ir 60 millj­arðar sem átti að fjár­magna með flýti- og um­ferðar­gjöld­um a.m.k. til árs­ins 2033, eða með sér­stök­um viðbótar­fram­lög­um eða hlut­deild í öðrum tekju­stofn­um. Þar yrði m.a. horft til þess hvernig flýti- og um­ferðar­gjöld gætu sam­rýmst breyttri gjald­töku af öku­tækj­um og um­ferð sem boðuð hef­ur verið.

Áætlan­ir van­metn­ar

Eft­ir því sem verk­efn­inu hef­ur undið fram hef­ur komið bet­ur í ljós að upp­haf­leg­ar áætlan­ir voru stór­lega van­metn­ar. All­ar töl­ur hér á eft­ir um fram­kvæmd­ir og fram­lög eru verðbætt­ar frá 2019 miðað við vísi­tölu fram­kvæmda hjá Vega­gerðinni, líkt og gert er ráð fyr­ir í sátt­mál­an­um – en hún hef­ur hækkað um­fram al­mennt verðlag. Til glöggv­un­ar má segja að 120 millj­arða upp­haf­leg áætl­un sé m.v. vísi­tölu árs­ins 2023 ríf­lega 160 millj­arðar.

Vanáætl­un­in virðist eiga við um nær alla þætti sátt­mál­ans. Stofn­vega­fram­kvæmd­ir hafa verið veru­lega vanáætlaðar, sér­stak­lega hug­mynd­ir um stokka. Hér verða aðeins tek­in örfá dæmi. Gert hafði verið ráð fyr­ir að Arn­ar­nes­veg­ur kostaði 2,2 millj­arða en ný­lega var samið við verk­taka um fram­kvæmd upp á 7,2 millj­arða. Verðbætt fram­kvæmda­áætl­un sátt­mál­ans ger­ir ráð fyr­ir þriggja millj­arða fram­kvæmd vegna Sæ­braut­ar­stokks en frumdrög hljóða nú upp á 27 millj­arða. Þetta er ní­föld­un. Fram­kvæmda­hluti borg­ar­línu er und­ir sömu sök seld­ur. Nú má gera ráð fyr­ir rúm­lega 126 millj­arða fram­kvæmd í stað 67 millj­arða.

Ekki er á þess­ari stundu gert ráð fyr­ir neinu viðbótar­fram­lagi af hálfu sveit­ar­fé­lag­anna þrátt fyr­ir þess­ar breyttu for­send­ur. Þvert á móti. Frá því að skrifað var und­ir sátt­mál­ann hafa sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu lagt mikla áherslu á að ríkið taki með bein­um hætti þátt í rekstri al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, sem hingað til hafa verið á ábyrgð þeirra.

Krafa sveit­ar­fé­lag­anna er að ríkið komi með nýtt fram­lag til rekstr­ar al­menn­ings­sam­gangna upp á 3,6 millj­arða til að byrja með, sem vaxi í 4,9 millj­arða á ári. Hér má segja að kom­in sé fram ný krafa á ríkið upp á um 40 millj­arða.

Stræt­is­vagna­kerfið er þegar rekið með tals­verðum halla. All­ar áætlan­ir gera ráð fyr­ir því að halla­rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna auk­ist tölu­vert sam­hliða því að ein­stak­ir áfang­ar borg­ar­lín­unn­ar verða tekn­ir í gagnið og tíðni ferða auk­in. Von­ir standa til þess að þegar fram líða stund­ir fjölgi farþegum og not­enda­gjöld standi und­ir rekstr­in­um. Um þetta er eðli máls sam­kvæmt mik­il óvissa.

Loks má nefna að áætl­un um net hjóla­stíga á höfuðborg­ar­svæðinu, sem unn­in hef­ur verið í sam­vinnu Vega­gerðar­inn­ar og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu, er orðin mun um­fangs­meiri en áður var gengið út frá. Í upp­haf­legri áætl­un var gert ráð fyr­ir um átta millj­örðum í fram­kvæmd­ir en ef þessi nýja hjól­reiðaáætl­un væri tek­in inn í verk­efni sátt­mál­ans væri um­fangið 36 millj­arðar.

Kapp er best með for­sjá

Nokk­ur stór stofn­vega­verk­efni eru enn ein­ung­is á frum­stigi en reynsl­an sýn­ir að slík verk­efni hafa til­hneig­ingu til að fara langt fram úr upp­haf­leg­um áætl­un­um þegar þær kom­ast á síðari stig hönn­un­ar.

Nýj­ustu sviðsmynd­ir sem kynnt­ar hafa verið aðilum sátt­mál­ans sýna að gera má ráð fyr­ir að kostnaður við verk­efni hans verði um 300 millj­arðar í stað 160 millj­arða. Frá­vikið er 140 millj­arðar króna, hvorki meira né minna. Frá sjón­ar­hóli rík­is­ins hef­ur verk­efnið því vaxið úr því að snú­ast um að út­vega að nú­v­irði 80 millj­arða með flýti- og um­ferðar­gjöld­um, eða sér­stök­um fram­lög­um, yfir í að gera þarf ráð fyr­ir öðrum 140 millj­örðum því til viðbót­ar vegna vanáætl­un­ar. Þá eru ótald­ir þeir 40 millj­arðar sem óskað er eft­ir frá rík­inu í rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna. Sam­an­lagt er því um að ræða 260 millj­arða.

Á móti kem­ur að Keldna­landið get­ur reynst verðmæt­ara en upp­haf­lega var áætlað, m.a. þar sem ríkið lagði til meira landsvæði en gert var ráð fyr­ir, en aug­ljós­lega leys­ir það aðeins brot vand­ans.

Ég líkt og aðrir íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins hef lengi alið þá von í brjósti að hægt sé að ráðast í stór­fellda upp­bygg­ingu sam­gangna á svæðinu. Sam­göngusátt­mál­an­um var ætlað að rjúfa þá kyrr­stöðu sem ríkt hef­ur. En það er eng­um gerður greiði með því að leggja fram há­leit mark­mið um upp­bygg­ingu ef fjár­hags­leg­ar for­send­ur stand­ast ekki. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að sátt­mál­inn sé end­ur­skoðaður. Aug­ljóst er að upp­haf­leg áform munu ekki ganga eft­ir og ræða þarf um málið út frá þeirri staðreynd. Við þurf­um að for­gangsraða verk­efn­um í sam­ræmi við nýj­an veru­leika.

Framtíðaráform verða að byggj­ast á traust­um, raun­hæf­um for­send­um. Stöðunni verður tæp­lega lýst þannig að hún feli aðeins í sér „fjár­hags­leg­ar áskor­an­ir“ og eitt er víst að umræða um þessa stöðu hef­ur ekk­ert með fylgisk­ann­an­ir að gera. Hún snýst um raun­sæi, virðingu fyr­ir mik­il­vægi verk­efn­is­ins og pen­ing­um skatt­greiðenda.

Það gild­ir jafnt í stór­um verk­efn­um sem smá­um að gott er að byrja á því að svara spurn­ing­unni hvaðan pen­ing­arn­ir eigi að koma? Ella er hætta á að vand­inn vaxi þar til maður er týnd­ur djúpt inni í miðjum skógi ófjár­magnaðra hug­mynda og rat­ar ekki aft­ur heim.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. september 2023.