Þingflokkurinn undirbjó komandi þingvetur
'}}

Alþingi verður sett nú á þriðjudaginn 12. september. Á fimmtudag mælir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir fjárlagafrumvarpi 2024.

Árlegur vinnufundur þingflokksins var haldinn um miðjan ágúst og að þessu sinni var komið saman að Laugum í Sælingsdal í tvö daga. Ráðherrar, þingmenn, starfsmenn þingflokks og Valhallar, ásamt aðstoðarmönnum ráðherra, lögðu þar á ráðin og þéttu raðirnar við skipulagningu fyrir veturinn.

Þingflokkurinn kemur því vel nestaður til þingstarfa.