Lengst kvenna utanríkisráðherra
'}}

Í dag hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gegnt lengst kvenna embætti utanríkisráðherra Íslands.

Þórdís Kolbrún var skipuð utanríkisráðherra 28. nóvember 2021 og hefur því setið í embætti í 621 dag.

Þórdís Kolbrún er fjórða konan sem gegnir embætti utanríkisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra í 344 daga frá 15. júní 2006 til 24. maí 2007. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var utanríkisráðherra frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009 eða í 620 daga og Lilja Dögg Alferðsdóttir var utanríkisráðherra frá 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017 eða í 280 daga.

Þórdís Kolbrún var jafnframt yngsti utanríkisráðherra frá upphafi, en sá næst yngsti var dr. Bjarni Benediktsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra sem var 38 ára þegar hann var skipaður utanríkisráðherra árið 1947.