Enginn einn handhafi sjálfstæðisstefnunnar

„Sjálf­stæðis­stefn­an er sprott­in úr ís­lensk­um jarðvegi og mótuð í takt við nýja tíma af hundruðum flokks­fé­laga sem taka virk­an þátt í stefnu­mót­un. Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi vinn­ur með þess­um opna hætti – þar sem al­menn­ir flokks­fé­lag­ar stjórna mál­efn­a­starf­inu. Fólk með ólík­an bak­grunn, kon­ur, karl­ar, ung­ir, gaml­ir, fólk úr þétt­býli og dreif­býli, er sam­einað í trúnni á ein­stak­ling­inn, fái hann frelsi til at­hafna og tæki­færi til að njóta hæfi­leika sinna og dugnaðar. Sann­fær­ing­in um „undra­mátt frels­is­ins“ (svo vitnað sé til orða Bjarna Bene­dikts­son­ar eldri) hef­ur sam­einað ein­stak­linga úr öll­um stétt­um sam­fé­lags­ins í 94 ár,“ sagði Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær.

Hann segir að þetta sé ástæða þess að enginn stjórnmálaflokkur búi yfir meiri breidd en Sjálfstæðisflokkurinn og enginn annar stjórnmálaflokur hafi náð að búa til öflugan og lifandi farveg fyrir almenna flokksfélaga til að hafa áhrif á og móta stefnu og störf flokksins.

Þá segir hann: „Eng­inn einn er hand­hafi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar – eng­inn er þess um­kom­inn eða hef­ur til þess umboð að fella dóma um fé­laga sína sem eru ekki í einu og öllu sam­mála. Sjálf­stæðis­fólk um allt land er sam­eig­in­lega hand­haf­ar hug­sjón­ar um sjálf­stæði ein­stak­lings­ins, at­vinnu­frelsi, eign­ar­rétt­inn og þá sann­fær­ingu að ríkið sé til fyr­ir borg­ar­ana og starfi í þeirra þágu og í umboði þeirra.“

Hann segir alla eiga þann óskoraða rétt að setja fram gagnrýin á það sem gert sé, leggja fram tillögur og berjast fyrir framgangi nýrrar hugsunar. „Þenn­an rétt hef ég, eins og fjöl­marg­ir aðrir, nýtt mér í ræðu og riti,“ segir hann.

Óli Björn segir styrk Sjálfstæðisflokksins hafa legið í þeirri samkeppni hugmynda sem alltaf hafi verið ýtt undir og lögð rækt við frá stofnun flokksins. „Lif­andi stjórn­mála­flokk­ur er suðupott­ur hug­mynda og hug­sjóna. Rök­ræðan er víta­mínið þar sem all­ir vita eða eiga að vita að Stóri­sann­leik­ur finnst aldrei,“ segir hann.

Óli Björn segir að þeir sem setjist í dómarasæti, sannfærðir um að þeir séu hinir einu réttmætu handhafar sjálfstæðisstefnunnar sjái flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga. Þeir eigi það einnig á hættu að gleyma þeim grunni sem flokkurinn sé byggður á og grafa um leið undan umburðarlyndi og virðingu fyrir ólíkum skoðunum sem séu innbyggð í hugsjónir flokks sem berst fyrir einstaklingsfrelsi.

„Líkt og póli­tísk­ir and­stæðing­ar eiga þeir erfitt með að átta sig á því að flokk­ur frels­is verður að sækja ork­una í skoðana­skipti – stund­um harka­leg – og hef­ur skyld­ur til að mynda far­veg fyr­ir nýj­ar hug­mynd­ir sem byggj­ast á horn­stein­um sjálf­stæðis­stefn­unn­ar,“ segir Óli Björn.

Hann segir tugi þúsunda Íslendinga hafa fylkt sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, en auðvitað séu þeir ekki samstiga í einu og öllu. Hann segir að þó grunnhugsjón sameini þá sem fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum greini stuðningsmenn flokksins einnig á um ýmislegt, sem betur fer.

„En við höf­um yf­ir­leitt borið gæfu til þess að ná sam­an í mik­il­væg­um mál­um, oft eft­ir erfið átök. Því miður hafa ekki all­ir sætt sig við niður­stöðuna og valið frem­ur að sundra borg­ara­leg­um öfl­um en sam­eina þau. Ein­staka sinn­um hef­ur per­sónu­leg­ur metnaður ráðið för. Fyr­ir vikið er styrk­ur okk­ar, sem berj­umst fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins, byggj­um á trúnni á mann­inn, hæfni manns til að stjórna sér sjálf­ur og leita lífs­ham­ingj­unn­ar án þess að troða öðrum um tær, minni en ann­ars væri,“ segir hann.

Hann segir að sundrung borgaralegra afla hafi verið vatn á myllu þeirra sem sæki að eingarréttinum, vinni gegn atvinnufrelsi og grafi skipulega undan millistéttinni, sem myndi bjargið sem öll velferðarsamfélög séu reist á.

Ekki sjálf­gefið

Óli Björn vitnar í grien sem hann ritaði í Þjóðmál um stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þar hélt hann því fram að sjálfstæðisfólk ætti að færa umræðuna um þjóðfélagsmál yfir á heimavöll Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að pólitík sé samkeppni hugmynda „og sú sam­keppni verður ekki unn­in með því að benda á hvað stefna and­stæðings­ins sé slæm, held­ur með því að sann­færa kjós­end­ur um að sjálf­stæðis­stefn­an sé besta trygg­ing fyr­ir sókn til betri lífs­kjara og heil­brigðara þjóðfé­lags,“ svo vitnað sé í grein hans fyrir 12 árum.

Þá segir hann að með öðrum orðum eigi Sjálfstæðisflokkurinn að endurheimta dagskrárvaldið. Tala af sannfæringu fyrir takmörkuðum ríkisafskiptum, lágum sköttum og auknu frelsi einstaklinganna, með áherslu á fjárhagslegt sjálfstæði þeirra.

„Marka stefn­una í þjóðarör­ygg­is­mál­um með tryggri varðstöðu um full­veldið. Taka málstað at­vinnu­lífs­ins, sem er for­senda þess að hægt sé að byggja upp öfl­ugt al­manna­trygg­inga­kerfi og gott heil­brigðis­kerfi sem þjón­ar öll­um óháð efna­hag,“ segir Óli Björn.

Hann segir að stjórnmálaflokkur sem berjist fyrir framgangi hugsjóna og vilji hrinda hugmyndum í framkvæmd þurfi stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það sé best gert. Það sé langt í frá sjálfgefið að mesti árangurinn náist með því að taka þátt í ríkisstjórn.

„Ef fá stefnu­mál ná fram að ganga með sam­starfi í rík­is­stjórn – ef stöðugt eru lagðir stein­ar í götu frels­is – er illa hægt að rétt­læta stuðning við rík­is­stjórn. Á stund­um er betra, til lengri tíma litið, að standa tíma­bundið utan rík­is­stjórn­ar, huga að rót­un­um, ydda hug­mynda­fræðina, meitla og slípa nýja hugs­un og stefnu í takt við breytta tíma,“ segir hann.

Í lok greinarinnar segir hann svo: „Fyr­ir þann sem lagt hef­ur fyr­ir sig stjórn­mál er einnig nauðsyn­legt að átta sig á því að bar­átta fyr­ir fram­gangi frels­is er ekki aðeins háð í þingsal eða í sveit­ar­stjórn­um. Dag­skrár­valdið er hægt að end­ur­heimta með öðrum og jafn­vel áhrifa­rík­ari hætti.“

Greinina í heild sinni má finna hér.