Jafnvægi í útlendingamálum
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra:

Í þjóðfé­lagsum­ræðu þarf að ræða mál af yf­ir­veg­un og sann­girni. Það á sér­stak­lega við um þann viðkvæma mála­flokk sem mál­efni út­lend­inga eru. Á sama tíma ber okk­ur skylda til að horfa á staðreynd­ir og taka ákv­arðanir sem taka mið af heild­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar.

Innviðir eru víða komn­ir að þol­mörk­um. Þegar innviðir bresta bitn­ar það verst á ungu fjöl­skyldu­fólki, eldri íbú­um og fötluðu fólki. Staðan á hús­næðismarkaði er erfið og það er álag á heil­brigðisþjón­ustu og á skóla­kerf­inu. Þjón­ust­an líður fyr­ir og sveit­ar­fé­lög kvarta yfir því að það sé orðið þungt fyr­ir þau að sinna mik­il­væg­um hluta af sín­um lög­bundnu verk­efn­um.

Aft­ur á móti þurf­um við fleiri Íslend­inga. Það er því ekki hægt að setja út­lend­inga­mál í heild sinni í sama flokk. Hér býr fjöld­inn all­ur af inn­flytj­end­um sem hafa auðgað sam­fé­lagið okk­ar. Það vant­ar enn fólk í sér­hæfð störf og ég hef beitt mér fyr­ir því að við bjóðum alþjóðlega sér­fræðinga vel­komna. Að auðveld­ara verði að koma hingað til að starfa og lifa, fá nám sitt metið að verðleik­um eða dvelja hér eft­ir að hafa lokið námi.

Það var því ánægju­legt þegar mikl­ar breyt­ing­ar voru gerðar á at­vinnu- og dval­ar­leyf­um. Er­lend­ir nem­end­ur geta nú fengið dval­ar­leyfi að há­skóla­námi loknu í allt að þrjú ár. Dval­ar­leyfi vegna starfa sem krefjast sér­fræðiþekk­ing­ar og skorts á starfs­fólki hafa verið lengd. Þá er annað for­gangs­mál að nýta bet­ur hæfi­leika þeirra sem eru hér nú þegar, viður­kenna mennt­un þeirra og gera þeim bet­ur kleift að taka þátt í sam­fé­lag­inu okk­ar.

Það er ástæða til að staldra við og taka umræðu um kerfið í kring­um þá sem sækja hingað alþjóðlega vernd. Það kerfi er neyðar­kerfi og við vilj­um taka vel á móti fólki sem þarf alþjóðlega vernd, finna því hús­næði, veita góða heil­brigðisþjón­ustu og tryggja það að vel sé tekið á móti börn­un­um í skóla. Þau læri ís­lensku og fjöl­skyld­urn­ar aðlag­ist ís­lensku sam­fé­lagi.

Aft­ur á móti hef­ur reynst þyngra að ná fram breyt­ing­um á kerf­inu svo okk­ur tak­ist að for­gangsraða fjár­mun­um og stuðningi við þá sem hér geta fengið alþjóðlega vernd, en fjár­mun­irn­ir fari ekki í kerfi utan um þá sem munu ekki fá hér vernd.

Á þetta höf­um við í Sjálf­stæðis­flokkn­um bent í mörg ár og fjór­ir dóms­málaráðherr­ar lagt fram breyt­ing­ar og bent á hvert við stefn­um ef ekk­ert verður að gert. Staðreynd­in er sú að fjölg­un­in sem hér hef­ur orðið síðustu ár get­ur ekki haldið áfram í slík­um veld­is­vexti, við get­um ekki tekið á móti marg­falt fleira fólki en lönd­in í kring­um okk­ur.

Ef við hætt­um að ráða við verk­efnið er voðinn vís. Hætta skap­ast á andúð og að í þessu litla landi skap­ist tog­streita sem við hvorki vilj­um né ráðum við. Eitt af mik­il­væg­ustu verk­efn­um stjórn­mál­anna í dag er að finna leið til að koma í veg fyr­ir það. Leið sem sýn­ir að ís­lenskt sam­fé­lag muni finna jafn­vægið, að taka áfram vel á móti fólki en ráða við verk­efnið á sama tíma.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 24. júní 2023.