Ísland í fyrsta flokki í baráttunni gegn mansali

Ísland er annað árið í röð í fyrsta flokki um man­sal  í nýj­ustu skýrslu banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Banda­rísk stjórn­völd gefa út árlega svo­kallaða TIP-skýrslu (Traffick­ing in Per­sons) til að bera sam­an mis­mun­andi aðstæður varðandi man­sal í ríkj­um heims. Þar er ríkum raðað í fjóra flokka eft­ir því hvernig rík­in standa sig í bar­átt­unni gegn man­sali að mati banda­rískra ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Skýrsl­an bygg­ir á út­tekt banda­rískra stjórn­valda á öðrum ríkj­um þar sem leitað er upp­lýs­inga hjá fé­laga­sam­tök­um, ein­stak­ling­um, á vefn­um og á svör­um frá til­tekn­um stjórn­völd­um. Íslensk stjórn­völd fá skýrsl­una ekki til um­sagn­ar áður en hún er birt. Ísland er nú annað árið í röð í fyrsta flokki og tel­ur banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið ís­lensk stjórn­völd þannig upp­fylla að öllu leyti lág­marks­kröf­ur þeirra til aðgerða til út­rým­ing­ar á man­sali í heim­in­um.

Nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins hér.