Engin þörf fyrir ríkisrekstur
'}}

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga sérstaka þörf fyrir ríkisrekstur hvað við kemur áfengissölu, að því er fram kemur í viðtali við hann á mbl.is í dag.

„Tím­arn­ir hafa hins veg­ar breyst svo mikið. Svo dæmi sé tekið þá er ólíku sam­an að jafna að tala um áfengi í dag og fyr­ir ein­hverj­um ára­tug­um hvað vín­veit­inga­leyfi varðar. Fyr­ir nokkr­um ára­tug­um voru þau ekki nema brot af því sem þau eru í dag. Nú er hægt að nálg­ast vín­veit­ing­ar um allt land og með allt öðrum hætti en áður var,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is, en hann telur frumvarp Jóns Gunnarssonar, f.v. dómsmálaráðherra, um netsölu áfengis ekki vera „dautt“ og að það eigi jafnvel meira erindi nú en þegar það hafi verið lagt fram á fyrri stigum.

„Ég held að fleiri hafi séð núna að það er mik­il­vægt að þetta mál fái af­greiðslu. Ég held að það sé meiri þörf fyr­ir þetta mál held­ur en þegar það kom fyrst fram ef eitt­hvað er,“ seg­ir Bjarni.

„En svo er ágætt að taka fram að ég sé ekki þörf fyr­ir rík­is­rekst­ur á þessu sviði til að við náum mark­miðum um lýðheilsu og önn­ur mark­mið sem að fylgja lög­um um að fara beri með aðgát þegar um áfengi er að ræða. Öllum þeim mark­miðum er hægt að ná. Án þess að vera með rík­is­rekst­ur þar að baki,“ seg­ir Bjarni.