Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra sótti í vikunni ráðherrafund hjá OECD í París þar sem var m.a. farið yfir stöðu efnahagsmála í heiminum og hvernig hún stefnir í að þróast á næstu misserum.
Bjarni fundaði með Clare Lombardelli, aðalhagfræðingi OECD og átti sömuleiðis áhugaverð samtöl við Fabrizia Lapecorella og Manal Corwin um skattamál og mikilvægi þess að þróa ramma sem nær utanum fyrirtæki án landamæra.