Þórdís Kolbrún tók á móti forsætisráðherra Úkraínu
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók á móti Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, þegar hann kom ásamt Denys Maliuska dómsmálaráðherra og öðrum í sendinefnd Úkraínu í gær í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Þórdís segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær og segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum.

Leiðtogafundinum lýkur síðar í dag en þá mun Ísland skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands.