Jákvæðar horfur á lánshæfi ríkissjóðs
'}}

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið S&P Global Rat­ings hef­ur breytt horf­um um láns­hæfi rík­is­sjóðs úr stöðugum í já­kvæðar og staðfest A/​A-1 láns­hæfis­ein­kunn­ir rík­is­sjóðs Íslands.

,,Það er mjög ánægjulegt að fá jákvæðar horfur á lánshæfi ríkissjóðs og rökin að baki þessari niðurstöðu eru mjög skýr. Sterk­ur yf­ir­stand­andi efna­hags­bati í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins og áfram­hald­andi af­komu­bati hins op­in­bera á næstu árum mun styrkja stöðu op­in­berra fjár­mála hér á landi um­fram fyrri vænt­ing­ar," segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Tel­ur S&P að sterk inn­lend eft­ir­spurn og áfram­hald­andi bati í ferðaþjón­ustu muni leiða til 3,3% hag­vaxt­ar á yf­ir­stand­andi ári og að meðaltali 2,4% hag­vaxt­ar á ár­un­um 2024 til 2026. Ísland hef­ur tek­ist á við þrýst­ing á ytri áskor­an­ir þjóðarbús­ins með skil­virk­um hætti og sjálf­stæði lands­ins í orku­mál­um hef­ur veitt vörn gegn áhrif­um inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. S&P hef­ur því end­ur­skoðað horf­ur fyr­ir láns­hæfis­ein­kunn­irn­ar úr stöðugum í já­kvæðar.

„Já­kvæðar horf­ur end­ur­spegla það mat S&P að horf­ur í op­in­ber­um fjár­mál­um eða geta lands­ins til að mæta ytri áföll­um muni halda áfram að batna, mögu­lega um­fram vænt­ing­ar S&P, á næstu 24 mánuðum. S&P gæti hækkað láns­hæfis­ein­kunn­ina ef bati op­in­berra fjár­mála verður um­fram vænt­ing­ar, ým­ist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni rík­is­ábyrgða. Ein­kunn­irn­ar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta lands­ins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað,“ seg­ir í til­kynn­ing­u Stjórnarráðsins.

Tilkynninguna má nálgast í heild sinni hér.