Haraldur Benediktsson lét af þingmennsku í gær
'}}

Um síðustu mánaðarmót baðst Haraldur Benediktsson lausnar frá starfi sínu sem þingmaður Norðvesturkjördæmis eftir farsælan og vammlausan þingmannsferil undanfarin áratug. Með trega kveður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins því einn af sínum allra öflugustu þingmönnum. Haraldur var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn þann 27. apríl 2013 og var því réttkjörinn þingmaður Norðvesturkjördæmis í rétt rúmlega 10 ár. Hann hefur bæði í orði og á borði barist ötullega fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins og verið driffjöður flokksins í mörgum málaflokkum. Á Alþingi hefur Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll hefur notið góðs af dugnaði og þekkingu Haraldar á hinum ýmsum sviðum, s.s. í opinberum fjármálum, fjarskiptamálum, byggðarmálum sem og landbúnaðarmálum. Jafnframt hefur Haraldur lyft grettistaki í orku- og fjarskiptamálum um land allt. Sem formaður Fjarskiptasjóðs barðist Haraldur ötullega fyrir ljósleiðaravæðingu landsins en í dag er Ísland meðal fremstu þjóða í heimi þegar kemur að fjölda ljósleiðaratengdra heimila. Þá hefur Haraldur barðist fyrir því á vettvangi þingsins og sem formaður Orkusjóðs að gera sjóðnum kleift að styðja við stórtæk verkefni í orkuskiptum svo sem uppsetningu varmadæla, nýtingu glatvarma eða uppbyggingu innviða fyrir vistvæn ökutæki um land allt. Á þessum þingvetri hefur Haraldur svo þróað hugmyndina um Samfélagsvegi sem hefur hlotið verðskuldaða athygli, og mun þingflokkurinn halda þeirri hugmynd á lofti . Á þingferli sínum sat Haraldur í atvinnuveganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fjárlaganefnd og var hann jafnframt formaður þeirrar síðastnefndu á árunum 2016 og 2017. Þá var hann jafnframt fyrsti þingmaður Norðvesturs kjördæmis kjörtímabilið 2017-2021 og 8. varaforseti Alþingis um tíma.

Kraftar Haraldar nýtast ekki bara á Alþingi og það vissi bæjarstjórn Akranesbæjar vel þegar þau fengu þá bráðsnjöllu hugmynd að ráða Harald sem bæjarstjóra. Varla er unnt að ímynda sér nokkurn sem er betur til þess fallinn að sinna því starfi en Haraldur Benediktsson. Þrátt fyrir að óumdeilt sé að missir þingflokks Sjálfstæðisflokksins af Haraldri sé gríðarlegur þá er ávinningur Akranesbæjar af vistaskiptum Haraldar engu minni. Sjálfstæðisflokkurinn óskar Haraldri velfarnaðar í sínu nýja starfi og Akranesbæ til hamingju með nýja bæjarstjórann og það blómaskeið bæjarins vænta má að framundan sé.

Við sæti Haraldar tekur Teitur Björn Einarsson sem áður sat á Alþingi fyrir Norðvesturkjördæmi 2016-2017.