Frábær mæting í vöfflukaffi Verkalýðsráðs 1. maí
'}}

Valhöll fylltist í gær af fólki þegar Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir vöfflukaffi á degi verkalýðsins 1. maí skv. árlegri hefð.

Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála - og efnahagsráðherra var sérstakur gestur og ávarpaði samkomuna.

Kjörnir þingmenn og borgarfulltrúar mættu á staðinn, tóku spjallið og bökuðu fleiri hundurð vöfflur sem runnu ljúflega ofan í gesti og gangandi.

Meðfylgjandi myndir fanga vel stemninguna sem var í húsinu.