Aðalfundur kjördæmisráðsins í Suðvesturkjördæmi
'}}

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verður haldinn þriðjudaginn 9. maí næstkomandi kl. 20:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Seturétt á fundinum eiga þeir fulltrúar sem kjörnir hafa verið í ráðið og eru sjálfkjörnir í samræmi við lög ráðsins og skipulagsreglur.

Gestur fundarins er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum ráðsins
  2. Kosning í miðstjórn
  3. Erindi Bjarna Benediktssonar
  4. Önnur mál.

Kosið verður um 1 aðalsæti í miðstjórn og 1 varasæti. Framboðum skal skila á xd@xd.is fyrir miðnætti sunnudaginn 7. maí nk. Framboði skal skilað ásamt ljósmynd og heimilt að láta fylgja með allt að 200 orða texta um viðkomandi.

Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis.