Ólafur G. Einarsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra látinn
'}}

Ólaf­ur G. Ein­ars­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins lést í gær, níræður að aldri.

Ólafur var alla tíð virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og sótti fundi hjá flokknum alveg fram á síðustu æviár. Ólafs er minnst sem öflugs trúnaðarmanns flokksins og boðbera Sjálfstæðisstefnunnar. Hann var prúðmannlegur í fasi, fylginn sér og sanngjarn í málflutningi. Þá gegndi hann embættisfærslum sínum af trúmennsku og alúð.

Ólaf­ur fædd­ist á Sigluf­irði 7. júlí 1932 og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Ein­ar Kristjáns­son for­stjóri og Ólöf Ísaks­dótt­ir  hús­móðir. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MA 1953, stundaði nám í lækn­is­fræði 1953–1955 og lauk lög­fræðiprófi frá HÍ 1960.

Hann var sveit­ar­stjóri í Garðahreppi 1960–1972, odd­viti hrepps­nefnd­ar 1972–1975 og for­seti bæj­ar­stjórn­ar 1976–1978. Ólaf­ur var kos­inn alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1971 og sat á þingi til 1999. Hann var formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins 1979–1991, mennta­málaráðherra 1991–1995 og for­seti Alþing­is 1995–1999.

Ólaf­ur sat í miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins 1969–1971 og 1980–1991 og í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins 1981–1991. Hann var formaður Þing­valla­nefnd­ar 1988–1991, vara­formaður Íslands­deild­ar Norður­landaráðs 1983–1986 og formaður 1986–1991. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 1998–2007 og var formaður þess 2001–2006. Ólafur var formaður orðunefnd­ar 2003–2010. Hann var út­nefnd­ur heiðurs­borg­ari Garðabæj­ar árið 2010.

Eiginkona Ólafs var Ragna Bjarna­dótt­ir en hún lést árið 2015. Ólafur og Ragna eignuðust eina dóttur sem lést 2021 og þrjú barnabörn.

Sjálfstæðisflokkurinn vottar afkomendum og öðrum ástvinum Ólafs G. Einarssonar innilega samúð við fráfall hans.