Yfirlýsing frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins
'}}

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi á fundi sínum 24. apríl um málefni vegna riðu í sauðfé og þá alvarlegu stöðu sem bændur í Miðfjarðarhólfi standa frammi fyrir.  Barátta við riðu hefur tekið mikinn toll af íslenskri sauðfjárrækt og sérstaklega af þeim bændum sem standa frammi fyrir niðurskurði á bústofni sínum.  Baráttan sem hefur kostað verulega fjármuni, auk þungra búsifja hjá þeim bændum sem verða fyrir niðurskurði.

Þingflokkurinn hvetur til að ráðist verði sem fyrst í átak í arfgerðargreiningu á íslenska sauðfjárstofnunum.  Þar sem leitað verði að verndandi arfgerð í íslenska stofninum, sem nú þegar hefur fundist og í framhaldinu gerð ræktunarátaks á sauðfé.