Vilhjálmur Árnason er nýjasti gestur í Pólitíkinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum ræðir hann um hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem framhaldið verður næstu daga á Akranesi, Bíldudal og á Vestfjörðum. Hægt er að nálgast þáttinn hér og á YouTube fyrir neðan fréttina.
Um er að ræða fimmtu hringferð þingflokksins síðan í febrúar 2019 þegar fyrsta ferðin var farin. Í febrúar fór þingflokkurinn hringinn í kringum landið og í þessari lotu er haldið áfram á þau svæði sem eftir urðu í Norðvesturkjördæmi. Í vor verður farið til Vestmannaeyja og síðar á árinu verður hringferðinni lokað á höfuðborgarsvæðinu.
Vilhjálmur segir að hringferðin gefi þingflokknum mikið. Það hafi gefist vel fyrir þingflokkinn að fara sem heild um landið allt. Þannig fái þingmenn betri innsýn inn málefni alls landsins sem gefist þeim vel í sínum störfum á Alþingi. Á þessu ári var sú nýjung tekin upp að þingmenn fara í heimboð til fólks sem er nýtt fundarform sem hefur gefist afar vel til viðbótar við opna fundi og vinnustaðaheimsóknir.
Hringferðir þingflokks hafa notið mikilla vinsælda og allir opnir viðburðir vel sóttir. Alla jafnan er mikil eftirvænting eftir því að þingflokkurinn komi í hvert byggðarlag og íbúar á hverjum svæðum eru duglegir að mæta til móts við þingflokkinn. Þá segir Vilhjálmur hringferðina einstakt tækifæri til að efla tengsl þingflokks við sveitarstjórnarmenn flokksins um allt land og einnig fleiri hundruð trúnaðarmenn flokksins sem halda uppi félagsstarfi í öllum byggðarlögum.
Dagskrá hringferðar þingflokks má finna hér.