Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram hringferð sinni um landið dagana 20. – 22. apríl næstkomandi.
- Fimmtudaginn 20. apríl heimsækir þingflokkurinn Akranes, Búðardal og Patreksfjörð.
- Föstudaginn 21. apríl sækir þingflokkurinn Tálknafjörð, Bíldudal, Mjólkárvirkjun, Flateyri, Ísafjörð og Bolungarvík heim.
- Laugardaginn 22. apríl heimsækir þingflokkurinn Súðavík og Hólmavík.
Hringferð þingflokks hófst í febrúar en þá heimsótti þingflokkurinn Vesturland (að undanskildu Akranesi og Búðardal), Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Suðurnes.
Síðar í vor mun þingflokkurinn heimsækja Vestmannaeyjar og að lokum verður höfuðborgarsvæðið sótt heim.
Hringferðin er sú fimmta í röðinni síðan fyrsta ferðin var farin í febrúar 2019 og er orðin að árlegum viðburði.
Hringferðir gefa bæði þingmönnum flokksins og íbúum um land allt einstakt tækifæri til að hittast og ræða saman.
Nánari dagskrá hringferðar verður kynnt á xd.is og samfélagsmiðlum á næstu dögum.