85 ára afmælisfundur Málfundafélagsins Óðins
'}}

Fimmtudaginn 13. apríl kl. 17:00 mun Málfundafélagið Óðinn standa fyrir opnum fundi í Valhöll í tilefni 85 ára afmælis félagsins sem var 29. mars síðastliðinn.

Yfirskrift fundar er: Sóknarfæri samstarfs og samvinnu í Sjálfstæðisflokknum.

Reykjavíkurráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verða sérstakir gestir fundarins.

Dagskrá fundar:

  1. Húsið opnar kl. 16:30, lifandi tónar taka á móti gestum.
  2. Birna Hafstein formaður Óðins setur fundinn kl. 17:00
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson flytur hátíðarávarp.
  4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður með vinnustofu.
  5. Óformlegt spjall og léttar veitingar.

Við hlökkum til að eiga með ykkur stund og ræða mikilvægt málefni.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.