Fimmtudaginn 13. apríl kl. 17:00 mun Málfundafélagið Óðinn standa fyrir opnum fundi í Valhöll í tilefni 85 ára afmælis félagsins sem var 29. mars síðastliðinn.
Yfirskrift fundar er: Sóknarfæri samstarfs og samvinnu í Sjálfstæðisflokknum.
Reykjavíkurráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verða sérstakir gestir fundarins.
Dagskrá fundar:
- Húsið opnar kl. 16:30, lifandi tónar taka á móti gestum.
- Birna Hafstein formaður Óðins setur fundinn kl. 17:00
- Guðlaugur Þór Þórðarson flytur hátíðarávarp.
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður með vinnustofu.
- Óformlegt spjall og léttar veitingar.
Við hlökkum til að eiga með ykkur stund og ræða mikilvægt málefni.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.