Júlíus Viggó Ólafsson er nýr formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, en kosið var um formann og stjórn Heimdallar á aðalfundi félagsins sem fór fram í dag og í gær. Kjörfundur stóð frá kl. 15-19 í dag og talningu atkvæða lauk á níunda tímanum í kvöld.
Ásamt honum sitja í stjórn Heimdallar næsta starfsár:
- Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR
- Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ
- Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR
- Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ
- Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ
- Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ
- Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar
- Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ
- Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR
- Pétur Melax, hagfræðingur
- Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri
- Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ
- Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR
- Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR
- Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ
- Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ
Framboð Júlíusar Viggó fékk 511 atkvæði eða 53% af gildum atkvæðum. Framboð Páls Orra Pálssonar og meðframbjóðenda hans fékk 453 atkvæði eða 47% af gildum atkvæðum. 3 seðlar voru ógildir. Alls greiddu 967 manns atkvæði í kosningunum.