Næstu skref í útlendingamálum til umræðu á fundi Óðins
'}}

Fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00 mun Málfundafélagið Óðinn standa fyrir opnum fundi í Valhöll með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.

Yfirskrift fundar er: Næstu skref í útlendingamálum.
Nýlega var frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum samþykkt á Alþingi og þá stendur til að ráðherrann muni á vorþingi leggja fram frumvarp sem auðveldar sérhæfðu vinnuafli að koma til landsins.
Á fundinum mun ráðherra enn fremur kynna til leiks frekari lagaúrbætur á útlendingalöggjöfinni með tilliti til verndarkerfisins en Ísland tekur hlutfallslega á móti hvað flestum umsóknum um alþjóðlega vernd innan Evrópu.
Fundurinn verður haldinn sem fyrr segir fimmtudaginn 23. mars í bókastofunni í Valhöll Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst stundvíslega kl.17 og lýkur um 18.15. Húsið opnar kl. 16.45.
Birna Hafstein, formaður Óðins, setur fundinn. Í framhaldi verður framsaga frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Fundarstjóri verður Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir sem stýrir umræðum og spurningum úr sal.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.