Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu í Valhöll í kvöld

Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stendur að opnum málfundi um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarna daga.
Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20:00, fimmtudaginn 16. mars.
Hver er staða samgöngusáttmálans? Hvernig sér sveitarstjórnarfólk framhaldið fyrir sér?
Á fundinn mæta eftirtaldir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins úr sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu:
Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar.
Þá er Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, einnig gestur fundarins.
Sjáumst sem flest, heitt á könnunni!