Fundur með Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni um vinnumarkaðsmál
'}}

Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins boðar til fundar um vinnumarkaðsmál í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 21. mars kl. 17:00. Gestur fundarins er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við Viðskipafræðideild Háskóla Íslands.

Gylfi hefur verið ötull talsmaður breytinga á íslensku vinnulöggjöfinni enda lögin um stéttarfélög og vinnudeilur að stofni til frá 1938. Það verður því áhugavert að heyra hans sjónarmið í ljósi nýafstaðinnar kjaradeilu SA og Eflingar þar sem að verulega reyndi á samskipti deiluaðila og þessa löggjöf.

Allir velkomnir.