Kjarabarátta og uppstokkun tekjuskattskerfisins
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þegar þetta er skrifað er hörð deila Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins enn í hnút. Fyrr eða síðar mun hann leys­ast með ein­um eða öðrum hætti. En í lok árs­ins blas­ir við erfitt verk­efni. Þá verða aðilar vinnu­markaðar­ins að ná sam­an um kjara­samn­inga til langs tíma. Áskor­un­in er mik­il. Aðstæður vinna ekki með at­vinnu­rek­end­um eða launa­fólki. Tveggja stafa verðbólga vinn­ur ekki með nein­um.

Ég hef aldrei verið hrif­inn af því að rík­is­valdið komi með bein­um hætti að lausn deilna um kaup og kjör. En rík­is­stjórn­ir hafa hvað eft­ir annað lofað ákveðnum aðgerðum (sem flest­ar auka út­gjöld) til að auðvelda at­vinnu­rek­end­um og verka­lýðshreyf­ing­unni að ná sam­an. Oft eru rík­is­stjórn­ir upp við vegg og geta ekki annað en komið með „ákveðið út­spil“ til að tryggja kjara­samn­inga og þar með sæmi­leg­an frið á vinnu­markaði og stöðug­leika.

Læt­ur vel í eyr­um

Samþykkt hef­ur verið að auka hús­næðisstuðning, hækka vaxta­bæt­ur, hækka barna­bæt­ur, stuðla að fjölg­un fé­lags­legra leigu­íbúða og bygg­ingu hag­kvæmra íbúða og svo má lengi telja. Sem sagt: Bóta- og millu­færslu­kerfið er þanið út.

Lík­legt er að kraf­an um leiguþak verði há­vær við gerð nýrra kjara­samn­inga. Ég ótt­ast að meiri­hluti Alþing­is láti und­an. Þegar rík­is­valdið gríp­ur inn í verðmynd­un end­ar það alltaf með ósköp­um og þjón­ar allra síst þeim sem ætlað er að veita aðstoð. Hug­mynd­ir um leiguþak byggj­ast á mis­skiln­ingi um að ríkið eða emb­ætt­is­menn hafi þekk­ingu til að grípa inn í verðmynd­un á markaði og að niðurstaðan verði far­sæl fyr­ir alla. Hið þver­öfuga ger­ist.

  • Eig­end­ur leigu­hús­næðis hætta að leigja út, þar sem það svar­ar ekki kostnaði. – Fram­boð dregst sam­an.
  • Fjár­fest­ar sjá ekki til­gang í að leggja fé í að byggja leigu­íbúðir. – Fram­boð minnk­ar.
  • Viðhald íbúða í út­leigu sit­ur á hak­an­um. – Gæðum hús­næðis hrak­ar.
  • Há­launa­fólk á leigu­markaði nýt­ur þess að verðþak sé í gildi á sama tíma og lág­launa­fólk á í erfiðleik­um með að finna hent­ug­ar íbúðir. – „Ávinn­ing­ur­inn“ lend­ir frem­ur hjá þeim sem bet­ur eru sett­ir en hjá þeim sem verr standa.
  • Hreyf­an­leiki á hús­næðismarkaði minnk­ar. – Hvat­inn til að eign­ast eigið hús­næði minnk­ar, ekki síst hjá þeim sem hæstu tekj­urn­ar hafa.

Það er eðli stjórn­mála­manna að vilja sem mest fyr­ir alla gera, ekki síst þá sem standa lak­ar að vígi en aðrir. Aukn­ar bóta- og milli­færsl­ur eru til­tölu­lega auðveld leið. Leiguþak er rík­inu að kostnaðarlausu og læt­ur vel í eyr­um.

Hvað með skattaklóna?

Sjald­gæft er að meiri­hluti Alþing­is telji ástæðu til að slaka aðeins á skattaklónni sem krem­ur venju­legt launa­fólk. En það kem­ur fyr­ir. Þannig hef­ur tekju­skatt­ur flestra lækkað nokkuð á síðustu árum og þá fyrst og fremst þeirra sem lægri laun­in hafa. Skatt­kerf­is­breyt­ing­arn­ar hafa hins veg­ar ekki sniðið af gall­ana á tekju­skatt­kerf­inu – galla sem vinna gegn launa­fólki.

Ég hef aldrei skilið af hverju for­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir ekki skýr­ar kröf­ur um upp­stokk­un tekju­skatt­s­kerf­is­ins, þannig að það verði heil­brigðara og refsi ekki launa­fólki.

Gild­andi tekju­skatt­s­kerfi með þrem­ur skattþrep­um, tekju­teng­ing­um og til­heyr­andi jaðarskött­um íþyng­ir ekki síst þeim sem lægri laun­in hafa. Þeim er refsað fyr­ir að bæta sinn hag. Gall­ar kerf­is­ins liggja einnig í þeirri staðreynd að þegar gerðar eru breyt­ing­ar á skatt­leys­is­mörk­um – per­sónu­afslætti – þá geng­ur sú breyt­ing upp all­an tekju­stig­ann. Eft­ir því sem laun eru lægri, því meira vægi hef­ur per­sónu­afslátt­ur­inn. Hækk­un per­sónu­afslátt­ar skipt­ir launa­mann­inn með 400 þúsund krón­ur í mánaðarlaun meira máli en þann sem hef­ur á aðra millj­ón í tekj­ur.

Þegar tekið er til­lit til allra galla tekju­skatt­s­kerf­is­ins er ekki hægt að kom­ast að ann­arri niður­stöðu en að stokka verði allt kerfið upp. Mark­miðið er ein­falt kerfi, þar sem dregið er úr jaðarskött­um, byggt und­ir hvata og hætt er að refsa fólki þegar hag­ur þess vænkast.

Flatur tekju­skatt­ur

Ég hef oft­ar en einu sinni vakið at­hygli á kost­um þess að taka upp flat­an tekju­skatt – eina skatt­pró­sentu, óháð tekj­um. Um leið verði inn­leidd­ur nýr og tölu­vert hærri per­sónu­afslátt­ur sem lækk­ar eft­ir því sem tekj­ur hækka. Hugs­an­legt er að ónýtt­ur per­sónu­afslátt­ur verði greidd­ur út.

Flatur tekju­skatt­ur með stig­lækk­andi per­sónu­afslætti þjón­ar bet­ur mark­miði sínu en margþrepa tekju­skatt­ur með öll­um sín­um tekju­teng­ing­um og jaðarskött­um. Það verður ein­fald­ara, staða lág­launa­stétta og milli­tekju­hópa verður sterk­ari. Í stað þess að fólk sé barið niður með háum jaðarskött­um með til­heyr­andi tekju­teng­ing­um og hærra skattþrepi er ýtt und­ir það. Refs­ing­ar og letj­andi hvat­ar kerf­is­ins eru sniðnir að mestu af.

Það væri gleðilegt ef for­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar kæmi með skýr skila­boð til rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að stokka upp tekju­skatt­s­kerfið í tengsl­um við kjara­samn­inga til langs tíma. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ættu að leggj­ast á ár­arn­ar. Og þó ég sé ekki hrif­inn af því að ríkið komi með bein­um hætti að kjara­samn­ing­um mun ég munstra mig í áhöfn­ina sem berst fyr­ir betra, ein­fald­ara og rétt­lát­ara tekju­skatt­s­kerfi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. mars 2023.