Þýskaland í vegi fyrir aðstoð við Úkraínu?
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Árás Rúss­lands á Úkraínu hef­ur vakið sum­ar Evr­ópuþjóðir af vær­um svefni. Sum­ar sváfu að vísu enn fast­ar en aðrar. For­ystu­menn í Evr­ópu juku þannig viðskipta- og hags­muna­tengsl við rúss­nesk stjórn­völd á und­an­förn­um árum þrátt fyr­ir varnaðarorð Úkraínu­manna og ná­grannaþjóða þeirra og þrátt fyr­ir ógn­ar­til­b­urði og árás­argirni Rúss­lands. For­ystu­menn­irn­ir eru því ábyrg­ir fyr­ir þeirri stöðu Evr­ópu að hafa verið orðin háð Rússlandi um orku þannig að orkukreppa rík­ir á meg­in­landi álf­unn­ar.

Frá upp­hafi þess­ar­ar nýj­ustu inn­rás­ar í Úkraínu hef­ur samstaða lýðræðis­ríkja verið áber­andi. Og í Evr­ópu virðast menn loks hafa áttað sig á því að inn­rás í full­valda evr­ópskt ríki væri sam­eig­in­legt viðfangs­efni Evr­ópuþjóða. Full samstaða og sam­eig­in­leg­ar fórn­ir eru lyk­il­atriði í að verja sam­eig­in­leg gildi okk­ar: frelsi, mann­rétt­indi og lýðræði. Ann­ars væri Úkraína ein­ung­is byrj­un­in á efnd­um Pútíns á lang­tíma­stefnu sinni.

Tæpt ár er liðið frá inn­rás­inni sem kost­ar fjölda manns­lífa á hverj­um degi. Ákall Úkraínu hef­ur enn auk­ist um að Þjóðverj­ar út­vegi þeim brynd­reka til þess að verj­ast eft­ir mætti, eða banni a.m.k. öðrum ríkj­um það ekki. Úkraínu­menn saka suma banda­menn sína um hik og óákveðni sem leiði til mik­ils tjóns og sár­græti­legs mann­falls í þeirra röðum. Und­ir þetta hafa ná­grannaþjóðir þeirra tekið heils hug­ar, Eystra­saltsþjóðirn­ar, Tékk­land, Slóvakía og Pól­land. Já og einnig Bret­ar og þjóðir Skandi­nav­íu. Því nær sem ógn­in er, þeim mun sterk­ari viðbrögð og samstaða. Bret­ar hafa því tekið ákvörðun um að auka við stuðning sinn og senda búnað til að aðstoða Úkraínu­menn á víg­vell­in­um og með því sent öðrum þjóðum skýr skila­boð.

Viðbrögð for­ystu­manna í ESB, ekki síst Þýska­lands, við inn­rás­inni á Krímskaga og hátt­erni þeirra bæði fyr­ir og eft­ir eru forkast­an­leg og hafa tví­mæla­laust átt sinn þátt í því að Pútín afréð að láta til skar­ar skríða. Hafa þeir hafi lært af mis­tök­um sín­um eins og þeir hafa látið skína í með yf­ir­lýs­ing­um sín­um frá inn­rás­inni í fyrra? Þar munu verk­in tala. Það er von­andi að þeir hafi lært að und­ir­lægju­hátt­ur og meðvirkni leiða til einskis ann­ars en frek­ari hörm­unga. Þýska­land verður að bæta fyr­ir at­hafn­ir, en einkum at­hafna­leysi sitt und­an­far­in ár.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2023.