Hraðbraut fyrir sérfræðinga
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Hann var framúrsk­ar­andi netör­ygg­is­sér­fræðing­ur, sem við höfðum leitað að í lengri tíma, en hann hafði ekki form­lega há­skóla­mennt­un í fag­inu. Netör­ygg­is­sér­fræðing­ur­inn var fyrr­ver­andi hakk­ari og fékk ekki leyfi til að koma og starfa fyr­ir okk­ur, þrátt fyr­ir mikla vönt­un á fólki með slíka þekk­ingu í fjöl­mörg fyr­ir­tæki á Íslandi.“

Þetta sagði for­stjóri fyr­ir­tæk­is við mig þegar hann lýsti því hve erfiðlega hef­ur gengið að fá starfs­fólk með sér­hæfða þekk­ingu til starfa.

Greiður aðgang­ur að sér­hæfðri þekk­ingu og færni er ein mik­il­væg­asta for­senda þess að áform um vöxt ís­lenskra fyr­ir­tækja verði að veru­leika. Dæm­um frá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um um ný verk­efni, sem ekki hef­ur náðst að koma á lagg­irn­ar vegna skorts á sér­fræðing­um, fer því miður fjölg­andi. Skort­ur á hæfu starfs­fólki, flókið kerfi og lang­ur af­greiðslu­tími at­vinnu- og dval­ar­leyfa er eitt helsta áhyggju­efni stjórn­enda, sem hafa ann­ars burði til að stækka fyr­ir­tæki sín hér á landi og skapa auk­in verðmæti.

Fyrsta skrefið til að liðka fyr­ir komu alþjóðlegra sér­fræðinga er laga­breyt­ing sem lögð verður fyr­ir þingið á næstu dög­um. Þar er lögð til ákveðin hraðbraut fyr­ir störf sem mik­il eft­ir­spurn er eft­ir. Hug­mynd­ina lagði ég fram í fyrra sem eina af fleiri leiðum sem skyn­sam­legt væri að ráðast í til að bæta stöðu okk­ar í alþjóðlegu kapp­hlaupi heims­ins um hæft starfs­fólk. Þannig verði hægt að hraða af­greiðslu at­vinnu­leyf­is­um­sókna fyr­ir ákveðin störf, t.d. for­rit­ara eða graf­íska hönnuði sem ligg­ur fyr­ir að skort­ir, án þess að farið sé yfir hverja ein­staka um­sögn og staðfest að eng­inn finn­ist inn­an EES til að vinna þau. Slík­ur star­fa­listi hef­ur mælst vel fyr­ir, t.d. í Dan­mörku og Kan­ada.

Laga­breyt­ing­unni er m.a. ætlað að ná til starfa sem ekki krefjast til­tek­inn­ar þekk­ing­ar í formi há­skóla­mennt­un­ar. Dæmi eru um að ein­stak­ling­ar, eins og netör­ygg­is­sér­fræðing­ur­inn, hafi ekki há­skóla­mennt­un en séu ein­stak­lega fær­ir og hafi sér­tæka þekk­ingu sem fyr­ir­finnst ekki svo víða.

Vinnu­markaður­inn tek­ur stöðugum breyt­ing­um. Störf breyt­ast hratt, önn­ur hverfa og ný verða til. Star­fa­listi sem bygg­ist á spá um það hvar vinnu­afl vant­ar til að auka verðmæta­sköp­un er fyrsta skrefið til að skapa auk­in tæki­færi og bjóða alþjóðlega sér­fræðinga vel­komna. Ég bind von­ir við að af­greiðslu­tím­inn á star­fa­list­an­um verði inn­an við tvær vik­ur.

Við eig­um að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að skapa hér um­hverfi og kerfi sem laðar að alþjóðlega þekk­ingu og draga úr því að þekk­ing flæði frá Íslandi. Hér eru fjöl­mörg tæki­færi og spenn­andi störf en kerfið er of svifa­seint. Margt þarf að bæta til að við eig­um mögu­leika á að taka þátt í sam­keppn­inni um sér­fræðinga á heimsvísu. Því ætl­um við að breyta.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. janúar 2023.