Atvinnuþátttaka mest hér á landi innan OECD
'}}

Atvinnuþátttaka á síðasta þriðja ársfjórðungi ársins 2022 er mest á Íslandi innan ríkja OECD skv. færslu sem stofnunin birti nýverið.

82,3% fólks á aldrinum 15-64 ára hérlendis eru í vinnu skv. úttektinni en næst á eftir Íslandi kemur Holland með 81,7%, Nýja Sjáland þar á eftir með 80,1% og svo Sviss með 79,3%.

Meðaltal innan OECD er 69,4%.

Ef hin Norðurlöndin eru skoðuð má sjá að Noregur er með 77,7% atvinnuþátttöku, Svíþjóð með 77,4%, Danmörk með 76,8% og Finnland með 73,9%.