Áframhaldandi leyndarhyggja um Ljósleiðara Orkuveitunnar
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Umræða um mál­efni Ljós­leiðarans, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Orku­veitu Reykja­vík­ur, var loks leyfð á fundi borg­ar­stjórn­ar á þriðju­dag. Í fjór­ar vik­ur höfðu full­trú­ar meiri­hlut­ans mis­beitt valdi sínu í því skyni að koma í veg fyr­ir að mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins yrðu rædd í borg­ar­stjórn. Slík mis­beit­ing er skýrt brot á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um en sýn­ir hversu langt borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar ganga til að koma í veg fyr­ir umræður sem þeim þykja óþægi­leg­ar.

Enn er því fjöl­mörg­um spurn­ing­um ósvarað um ný­gerðan viðskipta­samn­ing milli Ljós­leiðara OR ann­ars veg­ar og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar hins veg­ar.

Ljós­leiðar­inn kaup­ir stofnn­et Sýn­ar á þrjá millj­arða króna sam­kvæmt samn­ingn­um. Í staðinn skuld­bind­ur Ljós­leiðar­inn sig til að kaupa þjón­ustu af Ljós­leiðar­an­um í tólf ár eft­ir því sem næst verður kom­ist. Svo virðist sem um sé að ræða svo­kallaða skil­yrta sölu.

 

Stór­auk­in um­svif í sam­keppn­is­rekstri

Eitt helsta mark­mið Ljós­leiðara OR með samn­ingn­um er að byggja upp nýj­an og öfl­ug­an lands­hring fjar­skipta og færa þannig út kví­arn­ar í sam­keppn­is­rekstri sín­um.

Marg­ar fyrri áhættu­fjár­fest­ing­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur á lands­byggðinni hafa ekki gefið góða raun. Sú reynsla ásamt slæm­um fjár­hag borg­ar­inn­ar ætti út af fyr­ir sig að tryggja að ekki sé farið út í frek­ari áhættu­fjár­fest­ing­ar án vandaðrar skoðunar og lýðræðis­legr­ar umræðu í borg­ar­stjórn.

 

Mörg­um spurn­ing­um ósvarað

Slík stefnu­breyt­ing vek­ur einnig fjöl­marg­ar spurn­ing­ar um hlut­verk Orku­veit­unn­ar á fjar­skipta­markaði og þýðingu samn­ings­ins fyr­ir fjár­hag henn­ar. Til dæm­is:

Á Orku­veita Reykja­vík­ur að færa út kví­arn­ar í sam­keppn­is­rekstri með millj­arða áhættu­fjár­fest­ing­um á lands­byggðinni eins og gert er með samn­ingn­um við Sýn?

Hver eru áhrif samn­ings­ins á fjár­hag og skulda­stöðu Ljós­leiðarans, Orku­veitu­sam­stæðunn­ar og sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar?

Í ný­samþykktri eig­enda­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­vart B-hluta-fé­lög­um er áskilið að borg­ar­stjóri skuli leggja mál sem eru óvenju­leg eða mik­ils hátt­ar fyr­ir borg­ar­ráð til samþykkt­ar. Um­rædd­ur samn­ing­ur er bæði óvenju­leg­ur og mik­ils hátt­ar enda með stærstu viðskipta­samn­ing­um sem gerðir hafa verið á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Af hverju kýs borg­ar­stjóri að hunsa áður­nefnt ákvæði?

Mark­mið Ljós­leiðarans er að byggja upp nýj­an og öfl­ug­an lands­hring fjar­skipta eins og áður seg­ir. Í eig­enda­stefnu Orku­veit­unn­ar seg­ir að meg­in­starfs­svæði henn­ar sé Suðvest­ur­land og að frá­vik frá því skuli staðfest af eig­end­um áður en stofnað sé til skuld­bind­inga vegna þeirra. Af hverju kýs meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar að ráðast í slíka stefnu­breyt­ingu án und­an­geng­inn­ar umræðu í borg­ar­stjórn?

Hvert er eðli samn­ings, þar sem búnaður er keypt­ur háu verði gegn lang­tímaþjón­ustu­kaup­um selj­anda? Hvaða trygg­ing er fyr­ir því að þau viðskipti hald­ist í tólf ár?

Stofnn­et Sýn­ar er við sölu bók­fært á 564 millj­ón­ir króna en Ljós­leiðar­inn greiðir 3.000 millj­ón­ir fyr­ir það. Sölu­hagnaður Sýn­ar vegna kaup­anna er því 2.436 millj­ón­ir króna og bók­fær­ist að fullu við af­hend­ingu. Er til of mik­ils ætl­ast að þessi mikli mun­ur á bók­færðu verði og kaup­verði sé út­skýrður fyr­ir al­menn­ingi, eig­end­um Orku­veit­unn­ar?

 

 

Millj­arða króna viðbót­ar­skuld­setn­ing

Á fundi borg­ar­stjórn­ar sl. þriðju­dag kom ber­lega í ljós að borg­ar­stjóri og formaður borg­ar­ráðs vilja ekki ræða of­an­greind álita­mál. Hef­ur um­rædd­ur viðskipta­samn­ing­ur þó í för með sér nokk­urra millj­arða króna viðbót­ar­skuld­setn­ingu fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. Fóru þeir und­an í flæm­ingi þegar ég beindi of­an­greind­um spurn­ing­um til þeirra og vísuðu til hinn­ar órétt­mætu leynd­ar, sem þeir hafa viðhaft í mál­inu.

Und­ir­ritaður hef­ur ít­rekað óskað eft­ir því að stjórn­ar­menn Orku­veitu Reykja­vík­ur fái að kynna sér um­rædd­an viðskipta­samn­ing í von um að a.m.k. þeir fái svör við helstu álita­mál­um varðandi hann. Ekki hef­ur verið orðið við því. Full­trú­ar borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í Reykja­vík gera því allt sem þeir geta til að viðhalda því laumu­spili, sem viðgengst um millj­arðaviðskipti fyr­ir­tæk­is í al­manna­eigu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. janúar 2023.

Close menu