„Þetta er ekki spurning um peninga“

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Óvissa er óaðskilj­an­leg­ur hluti af líf­inu. Við get­um tek­ist á við óviss­una með bjart­sýni að vopni eða fyllst von­leysi þess sem ekki sér ljósið. Ekk­ert okk­ar er þess um­komið að segja til um hvernig árið 2023 muni reyn­ast okk­ur Íslend­ing­um. Við get­um hins veg­ar verið ágæt­lega bjart­sýn á framtíðina en um leið raun­sæ gagn­vart fjöl­mörg­um verk­efn­um og áskor­un­um sem bíða okk­ar.

Þótt ekki sé búið að binda alla enda í kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­markaði hef­ur helstu leiðtog­um launa­fólks og at­vinnu­rek­enda tek­ist að ná sam­an. Rammi launaþró­un­ar á kom­andi miss­er­um hef­ur verið mótaður. Eng­inn – hvorki hið op­in­bera né aðrir – hef­ur siðferðileg­an rétt á að rjúfa þenn­an ramma. Efna­hags­lega er of mikið í húfi.

Kjara­samn­ing­ar – jafn­vel þótt í nokkru sé teflt á tæp­asta vað – draga úr óvissu á nýju ári. Þeir auðvelda fyr­ir­tækj­um og launa­fólki að gera áætlan­ir um framtíðina. Hið sama á við um ríki og sveit­ar­fé­lög. Ekki skal dregið í efa að það mun reyna á póli­tísk bein rík­is­stjórn­ar ekki síður en þeirra sem fara með meiri­hluta í stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Al­veg með sama hætti og það reyn­ir á skyn­semi for­ystu­manna sam­taka op­in­berra starfs­manna.

Það hæg­ir á

Sam­kvæmt Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum [AGS] hafa efna­hags­horf­ur á þessu ári versnað. Stríðið í Úkraínu reyn­ir mjög á efna­hag heims­ins. Krist­al­ina Georgieva for­stjóri AGS lýsti því yfir í viðtali um helg­ina að þriðjung­ur landa heims yrði að glíma við efna­hagskreppu á þessu ári. Árið gæti einnig reynst öðrum lönd­um erfitt jafn­vel þótt ekki væri glímt við efna­hags­leg­an sam­drátt. Vand­inn magn­ast ekki síst vegna þess að það hef­ur hægst á efna­hags­starf­semi í þrem­ur stærstu hag­kerf­um heims­ins; í Banda­ríkj­un­um, Kína og í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auðvitað hef­ur efna­hag­ur heims­ins áhrif hér á landi. Okk­ur geng­ur vel þegar öðrum geng­ur vel. En ólíkt mörg­um öðrum lönd­um erum við í þokka­legri stöðu til að tak­ast á við áskor­an­ir. Staðan er í mörgu öf­undsverð. Þrátt fyr­ir ágjöf vegna Covid-far­ald­urs­ins stend­ur rík­is­sjóður sterkt og hlut­falls­lega miklu sterk­ar er rík­is­sjóðir annarra landa sem við ber­um okk­ur gjarn­an sam­an við. Hag­vöxt­ur hef­ur verið góður en það hæg­ir vissu­lega á. Staða fyr­ir­tækja og heim­ila er í flestu góð. Við höf­um séð sprota­fyr­ir­tæki skjóta rót­um, efl­ast og blómstra. Fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins hef­ur aldrei verið meiri og í því felst styrk­ur.

Við Íslend­ing­ar höf­um eng­in áhrif á heims­bú­skap­inn en við get­um tek­ist á við verk­efn­in heima fyr­ir – verk­efni sem mörg krefjast ög­un­ar og festu en leggja grunn að bætt­um lífs­kjör­um.

Skyn­sam­leg­ir kjara­samn­ing­ar eru mik­il­væg­ir en duga ekki ein­ir og sér til að tryggja stöðug­leika og bætt­an hag alls al­menn­ings. Lífs­kjör ráðast ekki aðeins af fjölda króna sem eru eft­ir í launaum­slag­inu þegar skatt­ar og gjöld hafa verið greidd. Hvernig til tekst við rekst­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga hef­ur beint áhrif á líf okk­ar allra. Allt frá snjómokstri til heil­brigðisþjón­ustu, frá leik­skól­um til heimaþjón­ustu aldraðra. Með öðrum orðum: Hvernig farið er með op­in­bera fjár­muni og eign­ir er spurn­ing um lífs­kjör og lífs­gæði.

Ein stærsta áskor­un sem við stönd­um frammi fyr­ir á kom­andi árum er að tryggja hag­kvæm­ari nýt­ingu op­in­berra fjár­muna – fá meira fyr­ir hverja krónu – og losa fjár­muni sem eru bundn­ir í eign­um sem þjóna ekki hags­mun­um al­menn­ings. Það verður að brjóta múra úr­eltr­ar hugs­un­ar og skipu­lagn­ing­ar í op­in­ber­um rekstri og það verður best gert í sam­vinnu við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki og hleypa þannig nýj­um straum­um og hugs­un­um inn í „kerfið“. Með út­vist­un verk­efna og virkj­un sköp­un­ar­krafts frum­kvöðla verður hægt að ná fram auk­inni hag­kvæmni og betri þjón­ustu á flest­um sviðum op­in­bers rekstr­ar.

Hef­ur fitnað ágæt­lega

Rík­is­sjóður hef­ur fitnað ágæt­lega á síðustu árum – hann hef­ur fengið að njóta hag­vaxt­ar líkt og flest­ir lands­menn. Þrátt fyr­ir að slakað hafi verið á skattaklónni und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins – al­menn vöru­gjöld af­num­in, toll­ar felld­ir niður af flest­um vör­um, tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækkaður og trygg­inga­gjald lækkað – verða skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjald rúm­lega 302 millj­örðum krón­um hærri á þessu ári að nafn­verði en árið 2017, gangi tekju­áætlun fjár­laga eft­ir. Á föstu verðlagi er hækk­un­in tæp­ir 136 millj­arðar króna eða yfir 15%. Útgjöld­in hafa vaxið mun hraðar.

Tals­menn rík­is­rekstr­ar þola illa að bent sé á mikla aukn­ingu rík­is­út­gjalda á umliðnum árum. Og fátt virðist fara verr í þá en þegar spurt er hvort al­menn­ing­ur fái betri og trygg­ari þjón­ustu í sam­ræmi við auk­in út­gjöld rík­is­ins. Varðmenn rík­is­rekstr­ar – kerf­is­ins – bregðast hart við þegar reynt er að spyrna við fót­um – koma bönd­um á aukn­ingu rík­is­út­gjalda og hærri skatt­heimtu. Í draumaríki þeirra eru lífs­gæði mæld út frá hlut­falls­legri stærð þeirr­ar sneiðar sem hið op­in­bera tek­ur af þjóðar­kök­unni – hversu djúpt er seilst í vasa launa­fólks og fyr­ir­tækja. Því stærri sneið og því dýpra sem er farið, því betra er sam­fé­lagið. Engu skipt­ir þótt kak­an verði sí­fellt minni og krón­un­um í vös­um launa­fólks fækki. Hlut­falls­leg stærð sneiðar­inn­ar er mæli­kv­arðinn sem allt miðast við.

Þessi hugs­un­ar­hátt­ur rík­is­rekstr­arsinna mun fyrr frem­ur en síðar leiða okk­ur í ógöng­ur og draga úr lífs­kjör­um til framtíðar.

Verk­efni kom­andi ára er því ekki að auka enn frek­ar út­gjöld rík­is­ins, held­ur að auka fram­leiðni í op­in­ber­um rekstri og tryggja aukna hag­kvæmni. Björn Zoëga, for­stjóri Karólínska sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi og stjórn­ar­formaður Land­spít­al­ans, gef­ur gott for­dæmi í viðtali við frétta­stofu rík­is­ins síðastliðinn mánu­dag. Þvert á það sem hæst glym­ur í fjöl­miðlum seg­ir Björn að Land­spít­al­ann sé vel fjár­magnaður: „Þetta er ekki spurn­ing um pen­inga – þetta er spurn­ing um að koma á skipu­lagi og horfa lengra fram í tím­ann. Ekki bara fyr­ir spít­al­ann held­ur heil­brigðis­kerfið í heild.“

Björn Zoëga gef­ur tón­inn fyr­ir upp­stokk­un á öðrum sviðum rík­is­rekstr­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. janúar 2023.