Áramótakveðja
'}}

Árið 2022 var kosningar ár og getum við verið þokkalega sátt með niðurstöðu í sveitastjórnarkosningunum hérna í Skagafirði bættum við fylgið og endurnýjuðum meirihlutasamstarf við Framsóknarflokkinn. Einnig var kosið um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem var samþykkt og tók nýtt sveitarfélag til starfa eftir sveitastjórnakosningar sem fékk nafnið Skagafjörður en kosið var um það nafn samhliða sveitastjórnakosningunum.

Miklar framkvæmdir voru á árinu 2022 á vegum sveitarfélagsins og sama er á döfinni árið 2023 og má nefna að haldið verður áfram vinnu við nýbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Jafnframt verður byrjað á verulegum endurbótum á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi, nýjan leikskóla í Varmahlíð ásamt gatnagerð á Sauðárkróki og í Varmahlíð en fólksfjölgun hefur verið í Skagafirði á undanförunum árum og mikil þörf á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Ráðast á í umhverfisátak um allan fjörð ásamt viðhald og áframhaldandi uppbyggingu hafnarmannvirkja svo að eitthvað sé nefnt af þeim ótal mörgu verkefnum sem kalla.

Rekstur sveitarfélagsins er stöðugur og eftir erfið ár vegna alheimsfaraldur þá er stefnt að því í fjárhagáætlun ársins 2023 að byrja að borga niður skuldir sem verður að teljast jákvætt og miðað við þær miklu nýframkvæmdir og viðhald sem fara á í 2023.

Ég óska öllum gleðilegs nýárs með þökk fyrir árið sem nú er liðið um leið og ég óska ykkur hamingju og velfarnaðar á árinu 2023.

Gisli Sigurðsson
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.