Eitt skref í einu

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur:

Áralöng óstjórn hef­ur leitt af sér for­dæma­laus­an halla­rekst­ur hjá Reykja­vík­ur­borg. Við vand­an­um finn­ast eng­ar skyndi­lausn­ir – bregðast þarf við með ábyrg­um lausn­um og raun­hæf­um aðgerðum. Eitt skref í einu.

Dig­ur­barka­leg arðgreiðslu­áform

Útkomu­spá fyr­ir árið 2022 ger­ir ráð fyr­ir 15,3 millj­arða halla af rekstri borg­ar­sjóðs. Það er nær sex­falt meiri rekstr­ar­halli en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Ef ekki væri fyr­ir vænt­ar arðgreiðslur frá Orku­veit­unni, sem nema munu fjór­um millj­örðum króna fyr­ir árið 2022, hefði hall­inn verið 19,3 millj­arðar.

Þrátt fyr­ir arðgreiðslu­áform er út­litið ekki fag­urt hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem tapaði 230 millj­ón­um á þriðja fjórðungi árs­ins. Til sam­an­b­urðar var hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins á sama tíma í fyrra 2,1 millj­arður. Það sem af er ári er hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins rúm­lega helm­ingi minni en hagnaður síðasta árs fyr­ir sama tíma­bil. Þess má vænta að borg­ar­stjóri láti hvorki rekstr­arniður­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins né held­ur fjár­fest­ing­arþörf í innviðum þess slá af dig­ur­barka­leg­um arðgreiðslu­kröf­um borg­ar­inn­ar. Það er göm­ul saga og ný.

Mátt­laus­ar aðgerðir meiri­hlut­ans

Árið 2022 munu skuld­ir sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar hafa auk­ist um 35 millj­arða milli ára. Nærri tí­undu hverri krónu sem renn­ur í borg­ar­sjóð er nú varið til greiðslu á vöxt­um og verðbót­um. Sam­hliða hef­ur starfs­mönn­um borg­ar­inn­ar fjölgað um 25% síðastliðin fimm ár. Rekstr­ar­gjöld aukast langt um­fram tekj­ur. All­ir mæli­kv­arðar sýna fram á óá­byrg­an rekst­ur.

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar hef­ur kynnt frem­ur mátt­laus­ar aðgerðir sem viðbragð við vand­an­um. Smá­leg­ar breyt­ing­ar vítt og breitt um borg­ar­kerfið sem lækkað geta halla­rekst­ur­inn um einn millj­arð króna á árs­grund­velli duga skammt. Huga þarf að áþreif­an­legri hagræðingu í rekstr­in­um, minni yf­ir­bygg­ingu, eigna­sölu og skipu­legri niður­greiðslu skulda.

Viðspyrna í vexti

Það mun taka nokk­ur ár og heil­mikið átak að vinda ofan af ára­langri óstjórn í rekstri borg­ar­inn­ar. Á borg­ar­stjórn­ar­fundi næsta þriðju­dag munu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks kynna til­lög­ur sem lækkað geta halla­rekst­ur borg­ar­inn­ar um fleiri millj­arða ár­lega.

Til­lög­urn­ar snúa að því að draga úr fjár­fest­ingu verk­efna sem ekki snúa að lög­bund­inni þjón­ustu. Þær munu fjalla um rekstr­ar­út­boð þjón­ustuþátta sem einkaaðilar sinna bet­ur en hið op­in­bera. Til­lög­ur okk­ar munu jafn­framt snúa að hagræðingu á skrif­stofu borg­ar­stjóra, fækk­un borg­ar­full­trúa og eigna­sölu. Loks mun­um við kynna tekju­auk­andi aðgerðir sem tryggja aukið lóðafram­boð fyr­ir íbúðar­hús­næði og at­vinnu­hús­næði – því viðspyrna borg­ar­inn­ar mun ekki síst fel­ast í aukn­um vexti.

Raun­hæf­ar og ábyrg­ar aðgerðir

Það þarf breytt­ar áhersl­ur og raun­hæf­ar aðgerðir til að koma bönd­um á rekst­ur borg­ar­inn­ar. Mik­il­væg­asta aðgerðin er þó senni­lega sú að skipta um meiri­hluta í Reykja­vík.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. desember 2022.