Gríman fellur
'}}

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þol­in­mæði kín­versku þjóðar­inn­ar gagn­vart hörðum sótt­varn­araðgerðum stjórn­valda í bar­áttu við Covid-19 virðist á þrot­um. Eft­ir tæp þrjú ár af lok­un­um, sem fylgt hef­ur verið eft­ir af hörku af lög­reglu og heilu borg­irn­ar sett­ar í sótt­kví, er mæl­ir­inn loks­ins full­ur. Mót­mæl­in sem brot­ist hafa út síðustu daga eru lík­lega mesta áskor­un sem Xi Jin­ping for­seti hef­ur staðið frammi fyr­ir frá því að hann komst til valda árið 2012. Hrotta­leg stefna í sótt­vörn­um hef­ur haft efna­hags­leg­ar og fé­lags­leg­ar af­leiðing­ar sem eng­inn í for­ystu Komm­ún­ista­flokks Kína reiknaði með. Lok­un­ar­stefna Xi hef­ur ekki skilað ár­angri. Útbreiðsla Covid-19 er að aukast að nýju og efna­hags­leg­ur kostnaður er gríðarleg­ur.

Mót­mæl­in sem brut­ust út í kjöl­far elds­voða í borg­inni Ur­umqi, þar sem tíu manns fór­ust, eru sér­stak­lega hættu­leg Xi af tveim­ur ástæðum, seg­ir Ian Williams, dálka­höf­und­ur tíma­rits­ins The Spectator og sér­fræðing­ur í mál­efn­um Kína. Ann­ars veg­ar vegna þess hve út­breidd þau eru – frá Ur­umqi í vestri, til Guangzhou í suðri, í gegn­um Pek­ing, Sj­ang­haí, Wu­h­an og marga fleiri bæi og borg­ir. Hins veg­ar vegna þess að náms­menn, efri millistétt­in og verk­smiðju- og far­and­verka­fólk hafa sam­ein­ast í mót­mæl­un­um. Alræðisklík­an í Pek­ing und­ir for­ystu Xi Jin­ping hef­ur greini­lega van­metið hve út­breidd og djúp­stæð reiðin er í garð stjórn­valda.

Ver­um hug­rakk­ari

„Kín­verj­ar ættu að vera hug­rakk­ari!“ hrópaði ungi maður­inn með fangið fullt af gul­um blóm­um um leið og hann hvatti til dáða fjölda fólks sem safnaðist sam­an í miðborg Sj­ang­haí á sunnu­dag. „Er ég að brjóta lög með því að halda á þess­um blóm­um? Þeir þora ekki að hand­taka okk­ur!“ Augna­bliki síðar var ungi maður­inn hand­tek­inn af lög­reglu, hon­um hent upp í lög­reglu­bíl. Með þess­um orðum hefst frétta­skýr­ing Jamils And­erl­in­is, aðal­rit­stjóra frétta­rits­ins Politico fyr­ir Evr­ópu, um ástandið í Kína. Hann starfaði í tvo ára­tugi sem blaðamaður í Kína.

Leiðtog­ar kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins hafa alltaf mætt and­ófi af mik­illi hörku. Brotið mót­mæli á bak aft­ur af grimmd alræðis­herra. Á Torgi hins him­neska friðar í Pek­ing voru mót­mæli und­ir for­ystu stúd­enta brot­in aft­ur með hervaldi í júní 1989. Þúsund­ir lágu í valn­um og fjöldi var hand­tek­inn. Hreins­an­ir hóf­ust, er­lend­ir blaðamenn voru rekn­ir úr landi, emb­ætt­is­mönn­um vikið úr starfi, rit­skoðun hert og ör­ygg­is­lög­regl­an styrkt.

Sér­fræðing­ar halda því fram að kúg­un­in hafi náð nýj­um hæðum í valdatíð Xi og að eng­inn leiðtogi komm­ún­ista­flokks­ins hafi tekið sér meiri völd en hann frá tím­um Mao Zedong. Í raun sé Xi orðinn al­vald­ur í fjöl­menn­asta ríki jarðar­inn­ar. Und­ir hans stjórn hafa uig­h­ur-múslim­ar sætt of­sókn­um og börn verið aðskil­in frá for­eldr­um. Talið er að allt að ein millj­ón sé í haldi í „end­ur­mennt­un­ar­búðum“ þar sem stunduð er póli­tísk inn­ræt­ing. Trú­ar­hefðir og tungu­mál eru skipu­lega brot­in niður. Menn­ing­ar­legt þjóðarmorð. Í Hong Kong hef­ur komm­ún­ista­flokk­ur­inn hert tök­in, þvert á lof­orð. Sett hafa verið sér­stök ör­ygg­is­lög til að kæfa and­óf. Meira að segja barna­bóka­höf­und­ar eru ekki óhultir en ný­lega voru fimm þeirra dæmd­ir fyr­ir sam­særi og fundn­ir sek­ir um að æsa til upp­reisn­ar með bók­ar­skrif­um. Hvergi í heim­in­um hafa fleiri blaðamenn verið fang­elsaðir en í Kína. Á hverj­um degi eru al­menn mann­rétt­indi brot­in á kín­versk­um borg­ur­um. Fang­elsi, rit­skoðun og út­skúf­un eru úrræði of­beld­is­stjórn­ar Xi.

Hið rétta and­lit birt­ist

Hvort mót­mæl­in síðustu daga skila ein­hverj­um ár­angri á eft­ir að koma í ljós. Sag­an er ekki hliðholl mót­mæl­end­um. En Xi er vissu­lega vandi á hönd­um. Reiðin vegna harka­legra sótt­varn­araðgerða get­ur snú­ist í annað og meira: Kröfu um aukið frelsi og lýðræði.

Jamil And­erl­ini seg­ir að það hafi verið ótrú­legt að heyra fólk hrópa eft­ir lýðræði, enda­lok­um stjórn­ar komm­ún­ista­flokks­ins og krefjast þess að Xi láti af völd­um. „Gefðu mér frelsi eða gefðu mér dauða!“ hrópaði námsmaður við há­skól­ann í Pek­ing rétt áður en hann var fjar­lægður af hrott­um yf­ir­valda. Jamil seg­ir greini­legt að eitt­hvað hafi breyst í þjóðarsál Kín­verja og það lofi ekki góðu fyr­ir Xi eða kín­verska komm­ún­ista­flokk­inn. Það sé ekki aðeins inn­byrð gremja yfir harka­leg­um sótt­varn­araðgerðum sem er að brjót­ast út held­ur upp­söfnuð reiði vegna ára­tug­ar af stöðugt vax­andi kúg­un und­ir stjórn Xi og fá­mennr­ar klíku hans.

Hug­sjóna­fólkið sem gengið hef­ur fram fyr­ir skjöldu í mót­mæl­um síðustu daga í bæj­um og borg­um um allt Kína hef­ur ekki hug­mynd um hvort og þá hvaða hryll­ing­ur bíður þess. Hug­rekkið er svo sann­ar­lega fyr­ir hendi. En óháð Covid munu stjórn­völd taka niður grím­una og kín­versk­ur al­menn­ing­ur sér hið rétta and­lit ógn­ar- og kúg­un­ar­stjórn­ar Xi Jin­ping.

Því miður er lík­legt að vest­ræn stjórn­völd þegi þunnu hljóði þegar mót­mæli verða bar­in niður af þeirri grimmd sem tal­in er nauðsyn­leg. Efna­hags­leg­ir hags­mun­ir sem eru und­ir ráða of miklu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2022.