Þórdís Kolbrún stödd í Kænugarði

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ut­an­rík­is­ráðherra er nú stödd í Kænug­arði, höfuðborg Úkraínu. Hún er þar ásamt hópi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu sem íslenskur ráðamaður heimsækir landið – en tilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér aðstæður þar í landi og að hitta úkraínska ráðamenn.