Framboð til málefnanefnda birt

Framboð til málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins hafa nú verið birt á vef flokksins, en 72 framboð bárust.

Þrettán bjóða sig fram í allsherjar- og menntamálanefnd. Sextán bjóða sig fram í atvinnuveganefnd. Níu bjóða sig fram í efnahags- og viðskiptanefnd. Þrír bjóða sig fram í fjárlaganefnd. Fjórir bjóða sig fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Átján bjóða sig fram í umhverfis- og samgöngunefnd. Þrettán bjóða sig fram í utanríkismálanefnd og átján bjóða sig fram í velferðarnefnd.

Landsfundur kýs fimm einstaklinga í hverja nefnd og þar af leiðandi er sjálfkjörið í fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Framboð til málefnanefnda má finna hér.

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins eru átta og í samræmi við skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins eru þær skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.