Þegar ofbeldi gerir boð á undan sér
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Morð er al­var­leg­asta birt­ing­ar­mynd of­beld­is í nán­um sam­bönd­um og á sér sjald­an stað án aðdrag­anda. Hér á Íslandi hafa 22% mann­drápa á tíma­bil­inu 1999 til 2020 verið fram­in af maka eða fyrr­ver­andi maka. Flokka­hóp­ur hægrimanna, sem ég er hluti af, hef­ur nú lagt til að Norður­landaráð beini þeim til­mæl­um til Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar og nor­rænu rík­is­stjórn­anna að haf­in verði vinna til að tryggja sam­ræmd­ar skil­grein­ing­ar og töl­fræði um morð í nán­um sam­bönd­um.

Við upp­haf þessa þings lagði ég fram fyr­ir­spurn til dóms­málaráðherra um of­beldi í nán­um sam­bönd­um, þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um fjölda mann­drápa í tengsl­um við of­beldi í nán­um sam­bönd­um frá alda­mót­um. Í svari við fyr­ir­spurn­inni kem­ur fram að alls níu mann­dráp (22%) hafi verið fram­in af maka eða fyrr­ver­andi maka frá ár­inu 2000, en vak­in er at­hygli á því að 21 mann­dráp (51%) hafi verið framið af kunn­ingj­um eða vin­um, en þar geta fallið und­ir þau til­vik þegar verknaður­inn bein­ist gegn nú­ver­andi maka þess sem ger­andi átti áður í nánu sam­bandi við.

Líkt og fram kem­ur í áður­nefndri þing­manna­til­lögu til Norður­landaráðs er al­geng­ast að ger­andi hafi áður beitt fórn­ar­lamb of­beldi þegar um er að ræða mann­dráp í nánu sam­bandi. Sam­kvæmt norskri rann­sókn hef­ur fórn­ar­lambið í flest­um til­vik­um haft sam­band við lög­reglu, heil­brigðis- og hjúkr­un­arþjón­ustu eða leitað aðstoðar ann­ars staðar í kerf­inu í aðdrag­anda mann­dráps.

Líta verður á of­beldi í nán­um sam­bönd­um sem fyr­ir­boða um að al­var­legri at­vik geti átt sér stað í framtíðinni. Í svari dóms­málaráðherra hvað þetta varðar kem­ur fram að við rann­sókn mála hjá lög­reglu hér á landi sé for­saga könnuð ef til­efni er til þess. Þannig get­ur fjöldi fyrri til­kynn­inga komið til skoðunar í hverju máli fyr­ir sig. Það hef­ur þó ekki verið fram­kvæmd sér­stök at­hug­un á fjölda slíkra til­kynn­inga, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­lög­reglu­stjóra er verið að skoða mögu­leik­ann á því að kanna sér­stak­lega og leggja heild­stætt mat á þau mál sem hafa komið upp og munu koma upp í framtíðinni þar sem mann­dráp hef­ur átt sér stað og tengj­ast of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Mik­il­vægi slíkr­ar at­hug­un­ar er að mínu mati gríðarlegt, sér í lagi þegar litið er til þess að hlut­fall mann­drápa á Íslandi sem fram­in eru inn­an ná­inna sam­banda er hærra en á heimsvísu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. október 2022.