Virðum stjórnarskrána
'}}

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Sam­kvæmt mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár Íslands má eng­an skylda til að vera í fé­lagi. Þrátt fyr­ir ríka vernd stjórn­ar­skrár­inn­ar hef­ur al­menn lög­gjöf tak­markað fé­laga­frelsi ís­lensks launa­fólks veru­lega og gert það að verk­um að rétt­ur fólks til að velja sér fé­lag eða standa utan þess er í reynd mun tak­markaðri en í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við, t.a.m. hinum Norður­landaþjóðunum.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp með það að mark­miði að tryggja stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi ís­lensks launa­fólks; að það fái að velja sér sjálft stétt­ar­fé­lag eða að standa utan slíkra fé­laga, án þess að það val rýri eða raski tæki­fær­um þess til at­vinnu. Það á að vera hlut­verk stétt­ar­fé­laga að gæta að hags­mun­um launa­fólks. Það fer ber­sýni­lega gegn hags­mun­um launa­fólks að stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur þess til fé­laga­frels­is sé tak­markaður af al­menn­um lög­um.

For­gangs­rétt­ar­á­kvæði kjara­samn­inga, sem ým­ist hygla eða sniðganga launþega eft­ir aðild þeirra að stétt­ar­fé­lagi, eru barns síns tíma. Hvort launa­fólk velji að vera aðili að eða standa utan stétt­ar­fé­lags á ekki að ráða úr­slit­um um hvort það hljóti starf eða ekki. Að sama skapi á launa­fólk ekki að vera sett í þær aðstæður að þurfa að ganga í til­tekið stétt­ar­fé­lag ell­egar vera sagt upp, sem þó er raun­in á ís­lensk­um vinnu­markaði í dag. Að sama skapi stríðir það gegn rétti fólks til at­vinnu að launa­fólki sé gert óheim­ilt að sinna sínu starfi ein­göngu vegna þess að fé­lag, sem það á ekki aðild að, hef­ur tekið ákvörðun um að boða til verk­falls.

Fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir stétt­ar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda, sem geta fal­ist meðal ann­ars í lög­bund­inni mis­mun­un launa­fólks eft­ir fé­lagsaðild, eiga ekki að vega þyngra en hags­mun­ir launa­fólks á ís­lensk­um vinnu­markaði. Það á ekki að vera und­ir stétt­ar­fé­lög­um og at­vinnu­rek­end­um komið að semja frá launa­fólki þau grund­vall­ar­rétt­indi að fá að velja sér hvernig og hvar það trygg­ir hags­muni sína. Al­menn lög eiga ekki að standa í vegi fyr­ir því vali sem stjórn­ar­skrá­in á að tryggja. Við vilj­um að það sé tryggt í reynd sem stjórn­ar­skrá­in er skýr með að vilja tryggja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. október 2022.