Vandi ÍLS vex um 1,5 milljarða á mánuði
'}}

„Það var ljóst frá því Íbúðalánasjóður var stofnaður að það yrði afar krefj­andi verk að lág­marka tjón rík­is­ins vegna rík­is­ábyrgðar­inn­ar. Eft­ir að hafa látið greina frammi fyr­ir hvaða val­kost­um við stóðum þá fannst mér ekki eft­ir neinu að bíða að horf­ast í augu við þessa stöðu. Það er al­var­legt mál að vand­inn vaxi um 1,5 millj­arða í hverj­um mánuði og við get­um í raun ekki horft í hina átt­ina,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra en hann hélt í gær blaðamannafund og kynnti skýrslu um stöðu Íbúðalánasjóðs.

„Þetta er í fyrsta skipti sem lagt er til að við horf­umst í augu við þenn­an fortíðar­vanda og svör­um því hvaða leið er rétt að fara. Í sjálfu sér hefði ég getað setið hér út þetta kjör­tíma­bil og heill ára­tug­ur liðið þar til að sjóður­inn lenti í raun­veru­leg­um greiðslu­vanda og tæmdi eign­ir sín­ar en ég vil ekki sjá það ger­ast og grípa strax inn í,“ segir Bjarni.

Staða sjóðsins er alvarleg. Niðurstöður skýrslunnar, sem byggja á stöðu sjóðsins í uppgjöri 30. júní, sýna að sjóðurinn geti greitt afborganir og vexti af skuldbindingum sínum til ársins 2034 og eigi síðar en þá muni reyna á ábyrgð ríkissjóðs. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir einnig: „Gert er ráð fyrir að staða sjóðsins þá verði neikvæð um u.þ.b. 260 ma.kr., sem að núvirði eru 170 ma.kr. Til þess að reka sjóðinn út líftíma skulda þyrfti ríkissjóður að leggja honum til um 450 ma.kr. eða 200 ma.kr. að núvirði. Ef hins vegar sjóðnum væri slitið nú og eignir seldar og ráðstafað til greiðslu á skuldum, myndi neikvæð staða nema 47 ma.kr.

Taka þarf afstöðu til þess hvernig staðið verði að málum, meðal annars hvort frekari fjármunir verði lagðir til ÍL-sjóðs. Líkt og niðurstaða skýrslunnar sýnir þá mæla rök með því að hafist verði handa við að leita leiða til að slíta ÍL-sjóði svo hægt verði að ráðstafa eignum hans og gera upp skuldir. Gera má ráð fyrir að með hverjum mánuði sem líður aukist kostnaður ríkissjóðs við uppgjör um 1,5 ma.kr., eða 18 ma.kr. á ári. Því er mikilvægt og ábyrgt gagnvart komandi kynslóðum og kröfuhöfum að gengið verði til uppgjörsins fyrr en seinna, óvissa lágmörkuð og viðvarandi taprekstur og hækkun ábyrgðarinnar stöðvuð.“

Þá segir að mikilvægt sé að kröfuhafar Íbúðalánasjóðs hafi með góðum fyrirvara skýrar upplýsingar um það hvernig verði staðið að málum af hálfu ríkissjóðs. Ráðuneytið telji mikilvægt að eiga samtal við eigendur krafna og kanna grundvöll samninga um uppgjör og slit sjóðsins sem verði að teljast ákjósanlegasta niðurstaðan og gæti falið í sér hagfellda niðurstöðu fyrir alla aðila.

Sjá nánar í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins hér.