Búsetuúrræði fyrir flóttamenn
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Á dög­un­um kallaði ég eft­ir sam­ræmdri mót­töku fyr­ir flótta­menn þar sem jafn­framt væri bú­seta fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd fyrst um sinn. Ekki virðast all­ir vera sam­mála mér um mik­il­vægi þessa og það er allt í lagi, en við skul­um ekki mála slík­ar lausn­ir sem út­lend­inga­hat­ur enda eru þær þekkt­ar í ná­granna­lönd­um okk­ar.

Í ná­granna­lönd­um okk­ar er tekið á móti flótta­mönn­um í sér­tæk­um bú­setu­úr­ræðum. Í Dan­mörku rek­ur Rauði kross­inn slíkt úrræði með samn­ingi við ríkið en í Nor­egi er það sveit­ar­fé­lag. Svæðin eru lokuð ut­anaðkom­andi aðilum til að vernda flótta­fólkið. Þannig geta þeir sem þar búa að sjálf­sögðu farið út af svæðinu, en aðrir koma ekki inn á það nema með sér­stöku leyfi. Þetta er gert til að vernda flótta­fólkið sem kem­ur úr erfiðum aðstæðum og því miður er það svo um all­an heim að þessi hóp­ur er varn­ar­laus og viðkvæm­ur fyr­ir mis­beit­ingu af ýmsu tagi. Ný­lega upp­lýsti sér­fræðing­ur frá ÖSE okk­ur um þá hrylli­legu staðreynd að notk­un leit­ar­orða á al­net­inu eins og „úkraínskt klám“, „úkraínsk­ar fylgd­ar­kon­ur“ og „úkraínsk­ar kon­ur fyr­ir kyn­líf“ hef­ur auk­ist um 200-600%.

Lög­regl­an og starfs­menn Útlend­inga­stofn­un­ar upp­lýsa okk­ur um áhyggj­ur sín­ar af því að flótta­menn séu nýtt­ir af óprúttn­um aðilum í svarta at­vinnu­starf­semi. Að aðilar sem stunda skipu­lagða brot­a­starf­semi nýti fólkið sem burðardýr fyr­ir fíkni­efni, það sé selt í kyn­lífsþrælk­un og annað man­sal. Viðbjóður­inn sem þetta fólk hef­ur upp­lifað held­ur því áfram jafn­vel þótt fólk ætti að vera komið á ör­ugg­an stað. Þetta er staðan um heim all­an og Ísland er hér eng­in und­an­tekn­ing.

Bæði í Nor­egi og Dan­mörku er tekið á móti um­sækj­end­um á ein­um stað þar sem þeir búa fyrst um sinn, þar eru skól­ar og leik­skól­ar, fé­lagsaðstaða, lækn­isþjón­usta, sál­fræðiþjón­usta og al­menn þjón­usta og ut­an­um­hald um þetta viðkvæma fólk.

Hjá okk­ur er þessu ekki svo komið held­ur eru bú­setu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­un­ar og Vinnu­mála­stofn­un­ar mjög víða. Fólkið flyt­ur á milli úrræða og börn­in mæta beint inn í næsta hverf­is­skóla. Skól­inn veit ekk­ert um þessi börn fyrr en þau mæta og hef­ur litl­ar sem eng­ar bjarg­ir til að veita nauðsyn­lega þjón­ustu. Með vax­andi fjölda flótta­fólks hér á landi er nauðsyn­legt að breyta verklagi okk­ar, gera kerfið skil­virk­ara og tryggja að við veit­um því fólki sem þarf vernd raun­veru­lega vernd.

Fyrsta bú­setu­úr­ræðið sem ég legg hér til er alls ekki hugsað til lengri tíma held­ur fyrst um sinn til að tryggja ör­yggi þessa fólks, meta aðstæður þess og gefa yf­ir­völd­um svig­rúm og tæki­færi til að meta þarf­ir hvers og eins og finna framtíðarúr­ræði fyr­ir viðkom­andi sem hent­ar. Þá er lyk­il­atriði, til að vel tak­ist til, að flótta­fólk dreif­ist um landið og fái sem best tæki­færi til að aðlag­ast ís­lensku sam­fé­lagi. Þar get­um við t.d. lært af ná­grönn­um okk­ar Norðmönn­um, sem hafa góða reynslu og ár­ang­ur af því að bjóða flótta­fólk vel­komið þannig að það aðlag­ast norsku sam­fé­lagi.

Hvort sem þessi hug­mynd mín og fleiri aðila um bú­setu­úr­ræði verður að veru­leika eða ekki tel ég mik­il­vægt að við tök­um umræðuna um út­lend­inga og flótta­fólk af yf­ir­veg­un og raun­sæi en hætt­um að mála fólk upp í hóp­ana góða og vonda fólkið – það er ekki til þess fallið að ná ár­angri í mála­flokkn­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. október 2022.