Frá Túnis til Hveragerðis
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra:

Kryddilm­ur­inn úr eld­hús­inu tek­ur á móti Söfu þegar hún kem­ur heim eft­ir lang­an skóla­dag. Hún gleym­ir ljótu orðunum sem krakk­arn­ir hreyttu í hana vegna þess eins að hún fékk hrós frá kenn­ar­an­um. Hnút­ur­inn í mag­an­um er horf­inn. Safa er kom­in í skjól hjá móður sinni sem er að und­ir­búa kvöld­mat­inn, þar sem krydd­in sem hún mal­ar og bland­ar sjálf eru í aðal­hlut­verki.

Nokkr­um árum síðar stend­ur Safa ein á Íslandi. Tutt­ugu og tveggja ára kvaddi hún móður sína og allt fólkið sitt í hit­an­um í Tún­is til þess að starfa í gróður­húsi í Hvera­gerði. Safa komst fljótt að þeirri niður­stöðu að hér vildi hún búa. Hún skráði sig í ís­lensku í Há­skóla Íslands og í fram­hald­inu nam hún hug­búnaðar­verk­fræði. Lífið var gott en hún hugsaði reglu­lega heim til móður sinn­ar í Tún­is og annarra kvenna í henn­ar spor­um sem bjuggu við óvissu og óör­yggi á vinnustað.

Tveim­ur árum síðar skrapp hún í heim­sókn til móður sinn­ar og fann hvað hún saknaði kryddilms­ins sem alltaf tók á móti henni heima. Móðir henn­ar henn­ar mal­ar og bland­ar sín eig­in krydd og Safa fór að velta því fyr­ir sér hvernig krydd henn­ar myndu bragðast með ís­lenska fisk­in­um, lamb­inu og öllu hinu. Þegar hún sneri aft­ur til Íslands hafði hún krydd frá móður sinni meðferðis.

Þrátt fyr­ir að vera altalandi á ís­lensku, hafa menntað sig í ís­lensk­um há­skóla og stofnað fyr­ir­tæki í kring­um krydd­in gekk ekki þrauta­laust fyr­ir sig að vera hér áfram. Að nokkr­um tíma liðnum tókst það þó á grund­velli ann­ars fyr­ir­tæk­is sem hún rek­ur sem for­rit­ari, en þar eru nú 13 starfs­menn.

Safa er ein af þeim fjöl­mörgu er­lendu sér­fræðing­um sem ég hef fengið að kynn­ast á und­an­förn­um mánuðum. Það eru sög­ur eins og henn­ar sem sann­færa mig um að við þurf­um að taka til hend­inni í þess­um mál­um. Hvort sem það er að veita er­lend­um náms­mönn­um dval­ar­leyfi í kjöl­far út­skrift­ar, sem held­ur sér­hæfðri þekk­ingu þeirra áfram á Íslandi, eða að hraða sér­stak­lega at­vinnu­leyf­um fyr­ir sér­hæfð störf. Það gagn­ast ekki aðeins ein­stak­ling­um eins og Söfu held­ur sam­fé­lag­inu í heild sinni.

Nú er hægt að fá krydd­in frá Tún­is á Íslandi. Ma­brúka, móðir Söfu, og sam­starfs­kon­ur henn­ar í Tún­is fá nú ör­ugg­ar tekj­ur og starfa við mann­sæm­andi aðstæður. Ma­brúka þýðir mann­eskja sem fær­ir gæfu. Ma­brúka hef­ur fært nokkr­um kon­um í Tún­is betri kjör og ís­lensk­um kokk­um betra bragð og Safa hef­ur tengt ís­lensk fyr­ir­tæki í hug­verkaiðnaði við er­lenda sér­fræðinga. Allt eru þetta verðmæti sem skipta okk­ur máli.

Ég vil að fleiri er­lend­ir há­skóla­nem­ar velji það að koma í ís­lenska há­skóla og dvelja hér áfram að námi loknu svo ís­lenskt sam­fé­lag fái notið sér­fræðiþekk­ing­ar þeirra, þeir miðli áfram sinni reynslu og þekk­ingu – og kryddi til­veru okk­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. október 2022.