Minnst hlutfallsleg fátækt á Íslandi
'}}

Hlut­falls­leg fá­tækt (e. relative poverty) er hvergi minni en á Íslandi, á meðal landa Efna­hags- og framfarastofnunar­inn­ar (OECD) og er raun­ar lang­minnst hér á landi.

Skv. OECD bjuggu 4,9% Íslendinga við hlutfallslega fátækt á síðasta ári. Með hlutfallslegri fátækt er átt við að heildartekjur séu undir helming af meðaltekjum á landinu. Meðaltal innan OECD er 11,2%.

Næst minnsta hlutfalleleg fátækt er í Tékklandi eða 5,6%. Þá kemur Danmörk með 6,4%, Finnland með 6,5% og Írland með 7,2%

Mest er hlutfallsleg fátækt í Suður-Afríku (27,7%). Næst mest fátækt er í Costa Rica (20,3%). Þar á eftir koma Bandaríkin (18%) og fjórða mesta hlutfallsleg fátækt er í Búlgaríu (17,6%).

Sjá nánar hér.