Breytingatillögur á skipulagsreglum
'}}

Tillögur að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins hafa verið birtar á heimasíðu flokksins. Um er að ræða breytingatillögur sem sérstök nefnd vann að á árunum 2019-2020 þar sem farið var yfir fjölda tillagna að breytingum sem áður höfðu borist og sem bárust á meðan nefndin var að störfum. Haldnir voru sérstakir fundir um allt land og á vegum margra fulltrúaráða þar sem flokksmönnum gafst færi á að koma sínum tillögum til nefndarinnar.

Að auki liggja fyrir tillögur að breytingum frá miðstjórn sem taka mið af nýjum lögum um stjórnmálaflokka sem tóku gildi um síðustu áramót.

Landsfundarfulltrúar eru hvattir til að kynna sér drögin vel – sjá hér og hér.