Neyðarástand á húsnæðismarkaði í Reykjavík
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi:

Neyðarástand rík­ir á hús­næðismarkaði í Reykja­vík. Hús­næðis­skort­ur er viðvar­andi þar sem íbúðaupp­bygg­ing í borg­inni hef­ur að mestu tak­mark­ast við dýr og þröng þétt­ing­ar­svæði á und­an­förn­um árum. Íbúðir á þétt­ing­ar­svæðum eru dýr­ar og varla á færi fólks með meðal­tekj­ur, hvað þá efna­lít­ils fólks.

Miðstýrður hús­næðismarkaður

Hús­næðis­stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fylgi­flokka henn­ar hef­ur verið ráðandi í Reykja­vík frá því um alda­mót. Á þess­um tíma hafa vinstri stjórn­ir í Reykja­vík knúið fram stór­felld­ar hækk­an­ir á hús­næðis­verði með ýms­um ráðum, t.d. með lóðaskort­stefnu, lóðaupp­boði, auknu flækj­u­stigi í stjórn­sýslu, hækk­un marg­vís­legra gjalda og álagn­ingu nýrra, t.d. hárra innviðagjalda. All­ar slík­ar aðgerðir eru lóð á vog­ar­skál­ar hækk­andi hús­næðis­verðs.

Auk þess að stór­hækka hús­næðis­verð hef­ur þessi stefna gefið fjár­sterk­um aðilum kost á að sanka að sér bygg­ing­ar­lóðum og þar íbúðir til al­menn­ings á upp­sprengdu verði. Þessi stefna fel­ur því í sér þjónk­un við fjár­sterka verk­taka og stór­fyr­ir­tæki, sem hafa hagn­ast um tugi ef ekki hundruð millj­arða króna vegna hús­næðis­stefnu vinstri flokk­anna.

Nóg land til að mæta eft­ir­spurn

Besta leiðin til að bregðast við um­ræddu neyðarástandi er að leggja áherslu á út­hlut­un lóða víðar en á þétt­ing­ar­reit­um þar sem upp­bygg­ing er sein­leg og kostnaðar­söm. Nefna má Úlfarsár­dal, Keldna­land, Kjal­ar­nes sem dæmi um svæði, þar sem hægt væri að út­hluta þúsund­um lóða í ná­inni framtíð.

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi sl. þriðju­dag lögðum við sjálf­stæðis­menn fram til­lögu um að haf­ist verði handa við skipu­lagn­ingu framtíðar­í­búðasvæðis í Geld­inga­nesi með hliðsjón af skipu­lags­vinnu Sunda­braut­ar. Vegna mik­ill­ar upp­safnaðrar bygg­ing­arþarfar í Reykja­vík er rétt að hefja nú þegar það verk þótt ljóst sé að út­hluta megi mörg­um lóðum fyrst á öðrum ný­bygg­ing­ar­svæðum.

Skipu­lag Sunda­braut­ar og Geld­inga­ness

Mik­il­vægt er að slíkt íbúðasvæði sé skipu­lagt sam­hliða hönn­un Sunda­braut­ar, sem stend­ur nú yfir eft­ir því sem næst verður kom­ist. Rétt er að tæki­færið verði nýtt til að skipu­leggja Geld­inga­nes í heild, af metnaði og fyr­ir­hyggju í senn. Ef ekki ligg­ur fyr­ir skýr yf­ir­lýs­ing borg­ar­stjórn­ar um að ætl­un­in sé að taka Geld­inga­nes til íbúa­byggðar er hætt við að unnið verði að skipu­lagi og hönn­un Sunda­braut­ar með sjálft um­ferðarmann­virkið í for­gangi en framtíðar­í­búa­byggð mæti af­gangi. Æskilegt er því að þetta stóra um­ferðarmann­virki verði hannað sam­hliða skipu­lagn­ingu íbúa­byggðar í Geld­inga­nesi.

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar kaus að fella um­rædda til­lögu og sýndi þannig af sér skort á fyr­ir­hyggju og framtíðar­sýn í skipu­lags­mál­um. Í umræðum um til­lög­una kom vel fram að ýms­ir borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans líta ekki svo á að það sé hlut­verk Reykja­vík­ur­borg­ar að svara þeirri eft­ir­spurn sem nú er eft­ir lóðum á höfuðborg­ar­svæðinu. Stýra þurfi lóðafram­boði með ákveðnum hætti, m.a. í því skyni að halda uppi háu lóðaverði í Reykja­vík.

Þegar það er bein­lín­is stefna borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans að tak­marka lóðafram­boð, halda við lóðaskorti og miðstýra mál­um með slík­um hætti, ætti það ekki að koma á óvart í sjálfu sér að hús­næðismál séu í slík­um ógöng­um í Reykja­vík.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 6. október 2022.