Fyrsti fundur Verkalýðsráðs um vinnumarkaðsmál
'}}

Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins boðar til fyrsta fundar í fundaröð á vegum ráðsins í aðdraganda landsfundar tum vinnumarkaðsmál.

Gestir fundarins eru þau Gunnar Páll Pálsson, formaður Félags lykilmanna, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Guðbjörn Guðbjörnsson formaður Tollvarðafélags Íslands. Fundarmenn munu halda stutta framsögu þar sem þeir fara í stuttu máli yfir starfsemi sinna félaga, kröfugerð þeirra fyrir komandi kjarasamning og sýn formannanna á kjaramálin í heild og kjaraviðræðurnar framundan.

Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut fimmtudaginn 6. október og hefst kl. 20:00.