Ísland í 5. sæti á velferðarlista SPI
'}}

Ísland er í fimmta sæti af 169 þjóðum í ár­legri mæl­ingu Social Progress Imperati­ve á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara. Vísi­tal­an mæl­ir vel­meg­un og lífsgæði þjóða en við mæl­inguna er horft til félags­legra og um­hverf­is­legra þátta.

Mæl­ing­in hef­ur verið framkvæmd frá árinu 2011 og hef­ur Ísland jafn­an verið meðal efstu þjóða. Þættir sem Ísland skorar hátt í eru svo eitthvað sé nefnt aðgengi að vatni og mat, hrein­læti og gott aðgengi að mennt­un. Greitt aðgengi að upp­lýs­ing­um og samskiptum, nánast engin mengun í lofti og nýting hreinna orkugjafa.

Norðmenn tróna á toppi SPI-list­ans og á eft­ir þeim koma Dan­ir, þá Finn­ar og Sviss­lend­ing­ar í fjórða sæti á und­an Íslend­ing­um. Sví­ar og Hol­lend­ing­ar feta svo í fót­spor okk­ar en Suður-Súd­an sit­ur á botni list­ans.

Í sam­an­tekt Social Progress Im­perati­ve seg­ir að þó niður­stöður þessa árs sýni að þjóðir heims séu heilt yfir á upp­leið, þegar kem­ur að vel­meg­un og lífs­gæðum, hafi hægt á fram­förum. Heilt yfir hef­ur vísi­tal­an hækkað um 0,37% milli ára. Hins veg­ar máttu 52 þjóðir horfa upp á aft­ur­för. Vísitala Íslands í ár er 89,54%.

Fari sem horfi er talið að vísi­tal­an muni í fyrsta sinn lækka á næsta ári. Auk þess eigi áhrifa kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins enn eft­ir að skila sér að fullu inn í mæl­ing­arnar sem auki á óviss­una um fram­haldið.

Hér má skoða niðurstöðurnar í heild sinni.