Hvaða þráð á að taka upp?
'}}

Óli Björn Kárason, formaður þinflokks Sjálfstæðisflokksins:

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Pírata hafa lagt fram þings­álykt­un um að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um að taka „upp þráðinn í aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið“. Fyrsti flutn­ings­maður er Logi Ein­ars­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en til­lag­an er for­gangs­mál flokks­ins á þess­um þing­vetri sem ný­lega er haf­inn.

Þegar þetta er skrifað eru nokkr­ir klukku­tím­ar þangað til Logi Ein­ars­son mæl­ir fyr­ir til­lög­unni. Ein af þeim spurn­ing­um sem hann þarf að svara er hvaða þráð eigi að taka upp. Össur Skarp­héðins­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og for­veri Loga í for­manns­stóli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, pakkaði aðild­ar­um­sókn­inni ofan í skúffu í árs­byrj­un 2013. Þá var lítið sem ekk­ert búið að ræða um erfiða en mik­il­væga mála­flokka – sjáv­ar­út­veg og land­búnað. Raun­ar voru svo­kölluð samn­ings­mark­mið ís­lenskra stjórn­valda í besta falli hul­in skýja­hulu.

Ekki full yf­ir­ráð

En það glitti í mark­miðin árið 2011 í fyrstu skýrslu Evr­ópuþings­ins frá því að aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið hóf­ust. Aðild­ar­um­sókn Íslands er fagnað en bent á nokk­ur ljón sem séu á veg­in­um. Ices­a­ve, hval­veiðar og löng­un Íslend­inga til að verja sjáv­ar­út­veg og land­búnað. Evr­ópuþingið hvatti ís­lensk stjórn­völd til að aðlaga lög um fisk­veiðar að regl­um innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins. Bent var á að Ísland hefði farið fram á að halda „hluta“ af stjórn­un fisk­veiða („Ice­land ... wis­hes to maintain some control of fis­heries mana­gement in its exclusi­ve economic zone“).

Af skýrsl­unni má ráða að samn­ings­mark­mið ís­lenskra stjórn­valda í sjáv­ar­út­vegi hafi ekki verið að tryggja Íslend­ing­um full yf­ir­ráð yfir stjórn fisk­veiða held­ur aðeins „að hluta“ („some control“). Þegar ég vakti at­hygli á skýrsl­unni á sín­um tíma hélt ég því fram að annaðhvort hefðu þing­menn Evr­ópuþings­ins mis­skilið aðild­ar­um­sókn Íslands eða að for­ráðamenn vinstri­stjórn­ar­inn­ar hefðu ekki komið fram af heil­ind­um gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu og ís­lensku þjóðinni. Logi Ein­ars­son og meðflutn­ings­menn verða meðal ann­ars að svara því hvort skiln­ing­ur Evr­ópuþings­ins hafi verið rétt­ur og hvort það komi til greina að færa stjórn fisk­veiða að stór­um hluta und­ir emb­ætt­is­menn í Brus­sel.

Var­an­leg­ar und­anþágur ekki í boði

En kannski skipt­ir önn­ur spurn­ing meira máli. Á blaðamanna­fundi í júlí 2010, sem hald­inn var í Brus­sel eft­ir ríkjaráðstefnu ESB og Íslands sem markaði upp­haf aðild­ar­viðræðna, tók Stef­an Füle, þáver­andi stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, það skýrt fram að ekki væri hægt að veita nein­ar var­an­leg­ar und­anþágur frá lög­um Evr­ópu­sam­bands­ins! Sem sagt: Aðild­ar­viðræður Íslands voru viðræður um aðlög­un ís­lenskra laga og reglna að lög­um ríkja­sam­bands­ins – hvernig og hvenær, en ekki hvort var­an­leg­ar und­anþágur yrðu gefn­ar. Stækk­un­ar­stjór­inn var með vin­sam­leg­ar ábend­ing­ar til ís­lenskra stjórn­valda og al­menn­ings um hvað fæl­ist í aðild­ar­um­sókn – ábend­ing­ar sem öll­um mátti vera ljós­ar í upp­hafi.

Þeir þing­menn sem vilja taka upp þráðinn í aðild­ar­viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið að nýju hljóta annaðhvort að vera sann­færðir um að stækk­un­ar­stjór­inn hafi farið með rangt mál eða al­gjör stefnu­breyt­ing hafi átt sér stað inn­an sam­bands­ins. Þriðji mögu­leik­inn er auðvitað sá að aðild­arsinn­ar séu til­bún­ir til að færa allt reglu­verk og stjórn­un m.a. sjáv­ar­út­vegs, land­búnaðar og orku­mála und­ir Evr­ópu­sam­bandið.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í út­varps­viðtali í sept­em­ber 2011 að eng­inn stjórn­mála­maður berðist í raun fyr­ir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Póli­tíska for­ystu skorti al­mennt í mál­inu auk þess sem stefn­an væri óljós. Þessi skoðun Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar var ekki ný því þegar í apríl 2010 hafði hún áttað sig á þeim ógöng­um sem aðild­ar­um­sókn­in var kom­in í. Í viðtali við þýsk­an blaðamann sagði Ingi­björg Sól­rún að betra væri að fresta yf­ir­stand­andi viðræðum en halda þeim áfram í óvissu um hvert væri stefnt.

Harm­saga um­sókn­ar

Um­sókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu er ein harm­saga frá upp­hafi til enda. Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þings­álykt­un Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra með nokkr­um breyt­ing­um, þar sem rík­is­stjórn­inni var falið að leggja inn um­sókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Til­lag­an var samþykkt með 33 at­kvæðum gegn 28 en tveir þing­menn greiddu ekki at­kvæði. Við af­greiðslu til­lög­unn­ar fluttu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins breyt­inga­til­lögu þar sem rík­is­stjórn­inni var falið að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu „um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu“. Verði aðild­ar­um­sókn samþykkt skuli rík­is­stjórn­in leggja inn um­sókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Breyt­ing­ar­til­lag­an tók af öll tví­mæli um að ef samn­ing­ar ná­ist sé „þegar í stað ráðast í að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, og eft­ir at­vik­um öðrum lög­um, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðild­ar­samn­ing­ur­inn bor­inn und­ir Alþingi til staðfest­ing­ar og að henni feng­inni skal rík­is­stjórn­in efna til bind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um vænt­an­leg­an aðild­ar­samn­ing.“

Þessi til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu var felld af meiri­hluta þing­manna. Og þar með hófst feigðarför­in sem átti aðeins að standa í 18 mánuði sam­kvæmt digr­um yf­ir­lýs­ing­um for­ráðamanna vinstri rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Annað kom á dag­inn. Á ör­fá­um mánuðum flæddi und­an póli­tísk­um stuðningi við um­sókn­ina enda rík­is­stjórn­in klof­in í herðar niður. Hægt og bít­andi hvarf öll póli­tísk for­ysta fyr­ir aðild, líkt og Ingi­björg Sól­rún var fljót að átta sig á.

Þetta er þráður­inn sem flutn­ings­menn þings­álykt­un­ar­inn­ar vilja taka upp eða kannski stend­ur hug­ur þeirra til þess að vefa nýj­an þráð í harm­sögu sem aldrei átti að skrifa.

Ég er ekki viss um að verkamaður­inn í Berlín, sem berst við svim­andi háa orku­reikn­inga, ráðleggi Íslend­ing­um að inn­leiða stefnu Þýska­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins í orku­mál­um. Ekki frek­ar en spænski sjó­maður­inn mæli með því að færa arð- og sjálf­bær­an ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg und­ir stjórn mis­vit­urra emb­ætt­is­manna í Brus­sel.

Morgunblaðið, 21. september 2022.