Áslaug Arna með opinn viðtalstíma

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með opinn viðtalstíma í Grósku á morgun, fimmtudag 15. september kl. 15:00-16:00. Ráðherra býður öll áhugasöm velkomin í stutt, milliliðalaust spjall þar sem tækifæri gefst til að viðra hugmyndir, kynna þær eða koma athugasemdum tengdum málefnum á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á framfæri.